fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Þetta eru ósýnilegu þingmennirnir

Þingmennirnir sem minnst hefur borið á – Stjórnarliðar tala minnst

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir þingmenn sem minnst hefur borið á síðastliðna átján mánuði eru allir þingmenn stjórnarflokkanna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt Eyjunnar sem birt var í helgarblaði DV.

18 mánaða tímabil

Eyjan tók saman lista yfir þá þingmenn sem minnst þykir hafa borið á. Var það gert með því að kanna þann tíma sem þeir hafa eytt í ræðustól Alþingis á yfirstandandi þingi, frá því í septemberbyrjun 2015 og til mánudagsins 22. febrúar síðastliðinn. Þá var leitað eftir því hversu mörg þingmál þingmenn hefðu lagt fram, þingsályktunartillögur, frumvörp, fyrirspurnir auk annars. Stuðst var við síðu Alþingis í þeim efnum. Auk þess var lauslega farið yfir hversu mikið hefur borið á þingmönnum í fjölmiðlum á yfirstandandi þingvetri.

Samfylkingarþingmenn tala mest

Í úttektinni kemur margt athyglisvert fram. Þannig hafa þingmenn Samfylkingarinnar verið duglegir í ræðustól Alþingis það sem af er vetri. Munar þar mest um Össur Skarphéðinsson sem talað hefur næstmest á því tímabili sem um er rætt, eða í tæpar 17 klukkustundir. Mest hefur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talað, eða í rúmar 17 klukkustundir.

Stjórnarliðar á botninum

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað minnst, eða í rúmar 33 mínútur. Þar á eftir kemur Líneik Anna Sævarsdóttir, einnig Framsóknarflokki, með 50 mínútur og þar á eftir Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, með tæpa 51 mínútu. Þórunn hefur tekið 38 sinnum til máls, Líneik Anna 25 sinnum og Valgerður 41 sinni. Fjórði þingmaðurinn sem hefur talað í minna en klukkustund er Haraldur Einarsson, Framsóknarflokki, með 51 mínútu og 14 ræður. Enginn þessara þingmanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem fyrsti flutningsmaður, en Þórunn hefur lagt fimm slíkar fram sem meðflutningsmaður.

Fleiri ósýnilegir

Í umfjöllun Eyjunnar eru fleiri þingmenn tíundaðir. Þannig hefur hinn reynslumikli Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, lítið haft sig í frammi. Hann hefur talað í rúma klukkustund og tekið 23 sinnum til máls. Hann hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu og ekki heldur neitt frumvarp. Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, hefur talað í 1 klukkustund og 18 mínútur, en ekki lagt fram neina þingsálykunartillögu sem fyrsti flutningsmaður. Þá hefur hann ekki lagt neitt frumvarp fram og lagt fram eina fyrirspurn til skriflegs svars. Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, hefur talað í 1 klukkustund og 25 mínútur og tekið 41 sinni til máls. Hann hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu, en eitt frumvarp, skipulags- og mannvirkjamál millilandaflugvalla sem hann lagði fram í síðustu viku. Þetta sama frumvarp lagði hann fram á síðasta þingi. Loks er Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki, nefnd. Hún hefur talað í 1 klukkustund og 25 mínútur og tekið 31 sinni til máls. Hún hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu, ekkert frumvarp og enga fyrirspurn.

ítarlega úttekt Eyjunnar má finna hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars