fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Skoðuðu tölvupósta brottrekna forstjórans

Stjórn Fáfnis Offshore vill fara í skuldabréfaútgáfu – Hitafundur í næstu viku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. febrúar 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Fáfnis Offshore vill ráðast í skuldabréfaútgáfu upp á tæpar 200 milljónir króna sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum DV mun hún leggja tillögu þess efnis fram á hluthafafundi Fáfnis næsta miðvikudag og einnig fara yfir fjárhagsstöðu fyrirtækisins, samning þess við Sýslumanninn á Svalbarða og athugun stjórnarinnar á tölvupóstum sem Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Fáfnis Offshore, sendi í starfi sínu. Steingrímur vildi ekki tjá sig um athugun stjórnarinnar sem nær yfir tölvupóstsamskipti hans nokkur ár aftur í tímann.

Fyrirtækið rekur sérútbúna fimm milljarða króna olíuþjónustuskipið Polarsyssel, dýrasta skip Íslandssögunnar, og er með annað í smíðum.

Skipt fyrir hlutafé

Skuldabréfaútgáfan sem stjórn Fáfnis stefnir að er samkvæmt heimildum ætlað að afla allt að 195 milljónum króna sem fyrirtækið þarf til að ganga frá samningum við norsku skipasmíðastöðina Havyard. Þar sé um að ræða útgáfu breytanlegra skuldabréfa, með 20% ársvöxtum, sem síðar verði hægt að skipta fyrir hlutafé í Fáfni. Til þess að útgáfan geti farið fram þarf að breyta samþykktum félagsins og ætlar stjórnin að bera tillögu þess efnis fram á hluthafafundinum.

Þar verður einnig tekin fyrir tillaga um að flytja Fafni Viking, skip sem Havyard smíðar nú fyrir Fáfni og kostar um 350 milljónir norskra króna, 5,2 milljarða króna, yfir í dótturfélag íslenska olíuþjónustufyrirtækisins. Afhendingu skipsins hefur verið frestað nokkrum sinnum en upphaflega stóð til að hún færi fram í næsta mánuði. Samkvæmt upplýsingum DV óskuðu hluthafarnir Fafnir Holding, félag sem er alfarið í eigu Steingríms Erlingssonar, og Optima Danmark AS, í byrjun febrúar eftir því að fundurinn yrði haldinn. Fóru þeir fram á að farið yrði yfir fjárhagsstöðu og framtíðaráform fyrirtækisins og að nýr stjórnarmaður yrði kjörinn.

Jóhannes Hauksson, starfsmaður Íslandssjóða, tók við stjórnarformennsku Fáfnis Offshore í desember. Hann hefur ekki viljað tjá sig um málefni fyrirtækisins.
Stjórnarformaðurinn Jóhannes Hauksson, starfsmaður Íslandssjóða, tók við stjórnarformennsku Fáfnis Offshore í desember. Hann hefur ekki viljað tjá sig um málefni fyrirtækisins.

Lífeyrir í olíuútrás

Framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, er stærsti eigandi Fáfnis með 30% hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta, kemur þar á eftir með 23%. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Fáfnis á Steingrímur Erlingsson 21% hlut í gegnum Fafni Holding. Hinir fimm hluthafarnir, þar á meðal Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Havyard Ship Invest AS, sem er í eigu norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard, eiga minna en 10%.

Steingrímur bauðst í lok janúar til að staðgreiða eignarhluti Akurs og Horn II í Fáfni eins og DV greindi frá 5. febrúar síðastliðinn. Í frétt blaðsins kom fram að forstjórinn fyrrverandi hefði meðal annars lagt fram staðfestingu á lánsfjármögnun frá kanadíska fjármálafyrirtækinu Prospect Financial Group. Tilboðið, sem var lagt fram án fyrirvara um fjármögnun, rann út nokkrum dögum síðar en hluthafarnir tveir höfnuðu því. Vefmiðillinn Kjarninn greindi síðar frá því að tilboðið hefði verið upp á um 10% af þeim tveimur milljörðum króna sem framtakssjóðirnir tveir lögðu upphaflega í Fáfni Offshore. Það muni ráðast í þessum mánuði hvort nýr þjónustusamningur Fáfnis við sýslumanninn á Svalbarða, eina verkefnið sem Fáfnir er með í hendi, um að fyrirtækið sinni verkefnum fyrir hann í níu mánuði á ári í stað sex, muni halda.

Vilja ekki tjá sig

Ljóst er að ekki eru allir hluthafar Fáfnis sammála um þær ákvarðanir sem stjórnendur þess hafa tekið síðustu mánuði. Í frétt DV þann 29. janúar kom fram að eigendur danska sjávarútvegsfyrirtækisins Sirena A/S, sem á 2,8% hlut í Fáfni í gegnum dótturfélag sitt, Optima Danmark AS, væru óánægðir með samskipti sín við stjórnendur Fáfnis. Eins og áður segir óskuðu Fafnir Holding, félag Steingríms, og Optima Danmark, eftir því að hluthafafundurinn yrði haldinn.

Steingrími, sem stofnaði fyrirtækið og var andlit þess út á við, var eins og áður segir sagt upp störfum í desember og nýr framkvæmdastjóri ráðinn í hans stað. Jóhannes Hauksson tók við stöðu stjórnarformanns nokkrum vikum síðar af Bjarna Ármannssyni sem hafði þá sinnt hlutverkinu í rúma fimm mánuði. Þeir hafa ekki viljað tjá sig um stöðu fyrirtækisins sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum.

Lækkun olíuverðs hefur gjörbreytt verkefnastöðu margra fyrirtækja sem þjónusta olíuiðnaðinn. Tunna af Norðursjávarolíu (e. Brent Crude) kostaði um 35 Bandaríkjadali í gær. Í apríl 2014, þegar Fafnir Viking var pantað, kostaði hún um 110 dali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“