fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Slógu heimsmet í hópfjármögnun: Söfnuðu fjórtán milljörðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuleikjafyrirtækið Cloud Imperium hefur slegið heimsmet í hópfjármögnun og hefur alls safnað 108 milljónum dollara, eða tæplega 14 milljörðum íslenskra króna, til þess að þróa áfram tölvuleikinn Star Citizen.

Til stendur að leikurinn komi á markað á næstu árum, en um gríðarlega umfangsmikinn geimleik er að ræða og mun innihalda yfir hundrað stjörnukerfi. Þá geta notendur bæði stýrt geimskipum, kannað geimstöðvar auk þess sem þeir geta unnið með öðrum notendum í leiknum.

BBC segir frá fyrirtækinu sem var stofnað af Chris Roberts. Sá er ansi vinsæll á meðal tölvuleikjaaðdáenda fyrir leikina combat Wing Commander sem voru frægir á tíunda áratugnum.

Þróun á Star Citizen á sér stað í þremur löndum, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi en alls starfa um 300 manns hjá fyrirtækinu.

Fyrirtæki Roberts er að þróa annan leik sem er þó tengdur Star Citizen, en sá leikur mun heita Squadron 42 og mun koma út í lok þessa árs. Sá leikur verður skátengdur stóra leiknum, en þó einfaldari að öllu leyti.

Leikurinn mun þó verða ansi veglegur, enda munu stórleikararnir Gary Oldman og Gillian Anderson fara með hlutverk í Squadron 42.

Við má bæta að leikirnir eru hannaðir fyrir PC tölvur. Hægt er að sjá stiklu úr Star Citizen hér fyrir neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=S8_NqLgZHEo?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Í gær

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“
Fréttir
Í gær

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“