Viðreisn kemur í veg fyrir að formlegar viðræður vegna myndunar ríkisstjórnar undir foyrstu Pírata hefjist. Þetta kom fram í máli Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, í þættinum Þjóðbraut og Hringbraut í gær.
Fulltrúar fimm flokka; Pírata, Bjartrar framtíðar Samfylkingarinnar, VG og Viðreisnar hafa undanfarna daga rætt saman með óformlegum hætti. Á vef Hringbrautar er haft efti Bjarkey að Viðreisn standi í veginum fyrir formlegum viðræðum.
Í þættinum kom að sögn fram að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir því að tími væri kominn til að Framsóknarflokkurinn væri hafður með í ráðum en hann hefur ekki tekið þátt í neinum formlegum viðræðum eftir kosningar. Bjarkey sagði að nærvera Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar spilaði þar inn í en Silja Dögg benti á móti á að hann væri lýðræðislega kjörinn, eins og þær tvær.