fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Helgi hagnaðist um 838 milljónir króna

Afkoman batnaði um 600 milljónir á milli ára

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. desember 2016 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afkoma þriggja félaga Helga Magnússonar, fjárfestis og fyrrverandi formanns Samtaka iðnaðarins, var mjög góð á árinu 2015 og nam hagnaður þeirra eftir skatta samtals 838 milljónum króna. Helgi á tvö félög, Hofgarða og Varðberg, að öllu leyti en eignarhlutur hans í Eignarhaldsfélagi Hörpu nemur 56 prósentum. Afkoma félaganna var mun betri en árið 2014 þegar hagnaður þeirra var samtals 242 milljónir.

Félögin fjárfesta aðallega í skráðum hlutabréfum, þar sem mestu munar um eignarhluti í Marel og N1, en starfsemin gekk sérstaklega vel á síðasta ári. Heildareignir félaganna þriggja í árslok 2015 námu um 2,6 milljörðum króna en skuldir voru 800 milljónir. Bókfært eigið fé var því jákvætt um 1,8 milljarða. Á árinu 2015 greiddi Eignarhaldsfélag Hörpu 50 milljónir króna í arð til hluthafa. Enginn arður var greiddur hjá Hofgörðum og Varðbergi.

Í samtali við DV sagði Helgi Magnússon að afkoma þessara félaga ráðist aðallega af því hvernig gangi í hlutabréfafjárfestingum. Afkoman í fyrra hafi verið óvenjugóð en þróun hlutabréfaverðs sé hins vegar almennt mun lakari á þessu ári. Hann bendir á að hlutabréfaviðskipti séu sveiflukennd í eðli sínu og það komi glögglega í ljós þegar árin 2014, 2015 og 2016 eru borin saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu