fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Fæstir myndu vilja eiga Bieber sem nágranna

Flestir myndu hinsvegar kjósa að búa í nágrenni við Obama hjónin

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 29. desember 2016 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest kjósum við að halda góðu sambandi við nágranna okkar, sýnum þeim virðingu og búumst við því sama á móti. Allir gleðjast yfir góðum grönnum og auðvelt er að hrylla sig við tilhugsunina um erfiða nágranna.

Fæstir vilja Bieber sem nágranna

Árlega er tekinn saman listi í Bandaríkjunum yfir þær stjörnur og þekkta einstaklinga fólk myndi helst vilja eiga sem granna. CBS fréttastofan sagði frá niðurstöðunum.

Þá er einnig birtur listi yfir þær stjörnur sem flestir myndu alls ekki vilja búa við hliðina á.
Sá einstaklingur sem fæstir Bandaríkjamenn myndu vilja búa nálægt er kanadíska poppstjarnan Justin Bieber.

Á sæti á báðum listunum
Vafasamur heiður Á sæti á báðum listunum

Mynd: EPA

Flestir myndu hinsvegar kjósa Obama hjónin sem nágranna. Í öðru sæti yfir þá einstaklinga sem flestir myndu vilja búa nálægt er Dwayne Johnson betur þekktur undir nafninu The Rock.

Flestir myndu vilja búa við hliðina á eftirfarandi stjörnum

Obama hjónin (14 prósent)
Dwayne Johnson (13 prósent)
Chip and Joanna Gaines (8 prósent)
Ellen DeGeneres and Portia de Rossi (7 prósent)
Adele (6 prósent)
Taylor Swift (6 prósent)
Kristen Bell and Dax Shepard (5 prósent)
Ivanka Trump and Jared Kushner (5 prósent)

Fæstir myndu kjósa búa við hliðina á þessu fólki

Justin Bieber (36 prósent)
Rob Kardashian and Blac Chyna (23 prósent)
Tom Cruise (7 prósent)
Taylor Swift (4 prósent)
Tom Brady (3 prósent)
Ryan Lochte (3 prósent)
Billy Bush (3 prósent)
Alex Rodriguez (2 prósent)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“