fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Dauðarefsingar á undanhaldi í Bandaríkjunum: Ekki færri verið dæmdir til dauða í þrjátíu ár

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. desember 2016 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu einstaklingar hlutu dauðadóm í Bandaríkjunum á árinu sem er veruleg fækkun frá árinu í fyrra þegar 49 einstaklingar hlutu slíkan dóm fyrir bandarískum dómstólum. Leita þarf aftur til áttunda áratugarins til að finna færri dauðadóma.

Fyrir tuttugu árum, árið 1996, voru 315 einstaklingar dæmdir til dauða fyrir bandarískum dómstólum. Þetta er samkvæmt tölum sem Death Penalty Information Center í Bandaríkjunum taka saman, en samtökin eru mótfallin og berjast gegn dauðarefsingum.

„Ég held að við séum að verða vitni að mjög umfangsmikilli viðhorfsbreytingu til dauðadóma,“ segir Robert Dunham, framkvæmdastjóri samtakanna.

Fjöldi þeirra sem teknir voru af lífi á árinu er einnig í lágmarki í sögulegu tilliti. Tuttugu fangar voru teknir af lífi á árinu og hafa þeir ekki verið færri síðan árið 1991 að þeir voru fjórtán. Dauðarefsingar eru löglegar í 31 ríki en þrátt fyrir það framkvæmdu aðeins fimm ríki dauðarefsingar; Georgia (níu), Texas (sjö), Alabama (tvær), Missouri (eina) og Flórída (eina).

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Pew Research Center styður um helmingur Bandaríkjamanna dauðarefsingar sem er það minnsta í aldarfjórðung. Til samanburðar studdu 80 prósent Bandaríkjamanna dauðarefsingar um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng