fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Plain Vanilla selur QuizUp til Bandaríkjanna

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. desember 2016 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plain Vanilla hefur náð samkomulagi við Glu Mobile um sölu á QuizUp leiknum til bandaríska leikjafyrirtækisins. Heildarverðmæti kaupsamningsins er í kringum 7,5 milljónir dollara en er að hluta greitt með uppgjöri skulda milli fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að fyrirtækið hætti rekstri hér á landi en fari ekki í þrot.

Í tilkynningunni segir að undanfarið hafi starfsmenn Glu og Plain Vanilla unnið hörðum höndum að yfirfærslu leiksins og hefur teymi frá Glu starfað að því verkefni í höfuðstöðvum Plain Vanilla að Laugavegi 77. Í kjölfar sölunnar munu Plain Vanilla Corp. í Bandaríkjunum og Plain Vanilla á Íslandi hætta rekstri en félögin standa skil á öllum skuldbindingum við starfsmenn sína og lánardrottna.

Greint var frá því í lok ágúst að Plain Vanilla hygðist loka skrifstofum sínum á Íslandi og færa QuizUp til Bandaríkjanna. Ástæðan var að hætt var við sýningu sjónvarpsútgáfu leiksins í samstarfi við NBC sjónvarpsstöðina og þar með brást rekstrargrundvöllur fyrirtækisins á Íslandi.

„QuizUp farsímaleikurinn nýtur enn mikilla vinsælda á heimsvísu og bætast við á bilinu 20-30 þúsund nýir notendur daglega. Frá því að QuizUp var fyrst gefinn út í nóvember árið 2013 hafa um 80 milljónir manna hlaðið niður leiknum og spilað hann,“ segir í tilkynningunni.

Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla, segist í tilkynningunni vera þakklátur öllu starfsfólki, samstarfsaðilum og fjárfestum sem komu að verkefninu.

„Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri. Á annað hundrað Íslendingar hafa fengið mikilvæga reynslu í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu sem náði ótrúlega langt í þessum harða iðnaði. Einnig tókst okkur að búa til einn eftirsóttasta og skemmtilegasta vinnustað á Íslandi sem lifa mun í minningu allra þeirra sem þar störfuðu. Ég er mjög þakklátur öllu starfsfólki, samstarfsaðilum og fjárfestum sem komið hafa að þessu verkefni síðastliðin fimm ár. Þó að það sé erfitt að sjá á eftir barninu okkar til Bandaríkjanna þá erum við um leið spennt fyrir því sem er framundan. Þá vona ég að Glu Mobile haldi uppi merkjum QuizUp með sóma og ég hef verið fullvissaður um að það hyggist fyrirtækið gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?