fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Kísilveri United stefnt út af þaki

Stálinnflytjandi vill fá þakefni sem forsvarsmenn United Silicon neita að afhenda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. desember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freygarður Jóhannsson stálinnflytjandi hefur stefnt United Silicon og farið fram á að fyrirtækið afhendi honum þakefni sem kom hingað til lands í sömu sendingu og hluti stálgrindar kísilversins í Helguvík. Stærsti eigandi United Silicon segir félag í eigu Freygarðs skulda fyrirtækinu fyrir flutning á þakstálinu hingað til lands en það var úrskurðað gjaldþrota í mars síðastliðnum. Ágreiningur er um hvort byggingarefnið sé eign gjaldþrota fyrirtækisins eða annars félags í eigu Freygarðs og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag.

„Borgaði aldrei“

Stálið frá Rússlandi kom hingað til lands í mars en Freygarður sá um hönnun og innflutning á stálgrindarhúsi United Silicon í gegnum einkahlutafélagið Nova Buildings, áður Fashion Group ehf., sem hann á hlut í ásamt eiginkonu sinni. Þakefnið sem hann hefur ekki fengið afhent var sérhannað fyrir einbýlishús í Garðabæ. Dómsmálið fyrir héraðsdómi er aftur á móti rekið af félagi sem heitir einnig Fashion Group og er alfarið í eigu Freygarðs. Það hét áður Nova Buildings og segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður félagsins, að gögn sem hann hefur undir höndum sanni að þakefnið sé eign þess.

„Þetta er mikill skaði fyrir minn umbjóðanda því það hefur orðið dráttur á framkvæmdum hjá honum og hann hefur orðið fyrir gríðarlega miklu fjárhagslegu tjóni út af þessu máli. Þakefnið hefur ekki skilað sér en það átti að fara í húsbyggingu í Garðabæ og hefur hann þurft að grípa til annarra aðgerða til að takmarka tjón sitt. Eins og við lítum á það eru þeir að halda eftir þakefni sem tilheyrir þriðja aðila,“ segir Sævar Þór í samtali við DV.

Magnús Garðarsson stjórnarmaður, stærsti hluthafi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, segir Nova Buildings aldrei hafa greitt fyrir flutning á efninu hingað til lands samkvæmt samkomulagi milli gjaldþrota félagsins og
kísilmálmframleiðandans. Þessu hafnar Sævar Þór.

Deilan við ÍAV þingfest í gær

Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon.

Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon.

Nova Buildings var undirverktaki hjá United Silicon annars vegar og ÍAV hins vegar þegar á framkvæmdunum við kísilverið í Helguvík stóð. Búið var að úrskurða félagið gjaldþrota í sumar þegar deila ÍAV og United kom upp og starfsmenn fyrrnefnda fyrirtækisins lögðu niður störf. ÍAV hefur fullyrt að kísilframleiðandinn skuldi fyrirtækinu rúman milljarð króna og að United Silicon hafi í kjölfarið neitað að afhenda ÍAV búnað í eigu verktakafyrirtækisins. Deilan um hina meintu skuld verður útkljáð fyrir gerðardómi og var upphaflega gert ráð fyrir að skipað yrði í gerðardóminn í haust. Ágreiningur kom þá upp varðandi skipun á fulltrúa United Silicon í dóminn og var því ekki þingfest í því máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr en í gær, mánudag.

„Freygarður borgaði aldrei fyrir flutninginn og það var skriflegur samningur en svo fór félagið á hausinn,“ segir Magnús.

Keypti nýtt

Freygarður segist í samtali við DV hafa þurft að kaupa nýtt þakefni fyrir húsið í Garðabæ. Grunar hann að United Silicon vilji ekki afhenda það vegna kröfu Nova Buildings um að hluti stálgrindarhússins í Helguvík yrði ekki afhentur fyrr en greiðsla fyrir byggingarefni kísilversins barst.

„Þeir eru bara vísvitandi að valda tjóni til þess að hrekkja. Aftur á móti hafa þeir staðið fyllilega við allar greiðslur nema að þeir tóku þetta þakefni sem ég átti persónulega og halda því hjá sér. Sem er orðið ónýtt því ég þurfti að kaupa nýtt,“ segir Freygarður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin