fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Simon predikari ákærður fyrir hatursorðræðu

Segir samkynhneigðan mann hafa hótað að nauðga sér

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 6. desember 2016 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svissneski predikarinn Simon Ott, sem er 23 ára gamall, hefur gert víðreist um landið síðan að hann kom til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Óhefðbundnar aðferðir hans við að predika Guðs orð hafa bæði vakið undrun og reiði Íslendinga. Lögreglan hefur margoft haft afskipti af Ott og nú hefur sá svissneski verið ákærður fyrir hatursorðræðu líkt og útvarpsmaðurinn Pétur Gunnlaugsson og samfélagsrýnirinn Jón Valur Jensson.

Sat í fangelsi í 11 klukkustundir

„Ég gerði mér alveg grein fyrir því að aðferðir mínar, sem eru ögrandi og umdeildar, yrðu ekki líklegar til vinsælda. Ég hef komist í hann krappan hérlendis en lögreglan hér hefur veitt mér mikið rými, mun meira en lögreglan í heimalandi mínu,“ segir Ott. Að hans sögn hafi þó orðið breyting þar á undanfarna daga en lögreglan á Norðurlandi eystra handtók Svisslendinginn og lét hann dúsa í fangaklefa í 11 klukkustundir. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég stæði á skólalóð. Í framhaldinu sagði lögreglan mér að ég yrði fangelsaður ef ég léti ekki af þessari hegðun minni. Ég veit ekki nákvæmlega hvort ég eigi að hætta alveg að predika eða passa mig á því að það sé ekki á einkalóðum,“ segir Ott.

Hótað nauðgun

Að hans sögn hefur hann ítrekað lent upp á kant við Íslendinga undanfarna tvo mánuði. Hann var kýldur nokkrum sinnum í Reykjavík og þá gerði kona ein tilraun til þess að sparka í punginn á honum. „Henni mislíkaði það að ég kallaði hana hóru af því hún stundaði kynlíf utan hjónabands,“ segir Ott og telur að Guð hafi gert sér kleift að verjast árásinni. Þá hafa viðarkrossar sem hann hafi útbúið verið brotnir og bramlaðir auk þess sem hinsegin fána í hans eigu var stolið. „Ég stóð ofan á honum fyrir utan Dunkin’ Donuts en þá kom hópur manna askvaðandi frá nærliggjandi bar. Þeir ýttu mér, tóku fánann og einn þeirra tróð honum ofan í buxurnar sínar. Þangað gat ég ekki náð í fánann, það hefði verið kynferðisleg áreitni,“ segir Ott.

Að hans sögn var hann eltur af hópi fólks á Skagaströnd, þá reyndi maður að kyrkja hann fyrir utan bar á Akureyri. „Í Reykjavík elti mig maður sem sagðist vera samkynhneigður og hótaði að nauðga mér,“ segir Ott.

Gaf Ott ullarpeysu og fimm þúsund krónur

Ekki hafa þó allir brugðist svona við predikunum Svisslendingsins. Þriggja barna móðir á fertugsaldri fyrir norðan sá aumur á Ott og leyfði honum að gista á heimili hennar eina nótt. „Ég varð vitni að því þegar hann var handtekinn án aðvarana eða skýringa fyrr um daginn þegar hann talaði í rólegheitum við unglinga. Ég hitti hann aftur síðar um daginn og bauð honum næturgistingu. Hann ráfaði þá peningalaus um bæinn með einn ost í poka. Ég gaf honum að borða, leyfði honum að fara í sturtu og þvo fötin sín. Síðan tæmdi ég ísskápinn minn ofan í poka handa honum, gaf honum ullarpeysu og fimm þúsund kall og vona að hann finni sér hlýjan og þurran stað til að sofa á í nótt, segir konan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti