fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Samþykkir beiðni vogunarsjóða um dómkvadda matsmenn

Fá óháða sérfræðinga til að leggja mat á efnahagsstöðu Íslands og aðgerðir stjórnvalda

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. desember 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni bandarískra fjárfestingarsjóða um að skipaðir verði tveir óháðir erlendir matsmenn sem eiga að meta þær efnahagslegur forsendur sem lágu til grundvallar aðgerðum íslenskra stjórnvalda um meðferð aflandskrónueigna. Telja sjóðirnir, sem eiga aflandskrónur að fjárhæð tugi milljarða og neituðu að skipta þeim á genginu 190 krónur fyrir hverja evru í gjaldeyrisútboði Seðlabankans um miðjan júní síðastliðinn, að aðgerðirnar sem gripið var til verði ekki réttlættar með vísan til efnahagslegrar nauðsynjar. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms verður hlutverk hinna óháðu erlendu sérfræðinga hins vegar nokkuð umfangsminna en fjárfestingarsjóðirnir höfðu upphaflega farið fram á.

Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri efnahagsmála og fjármálamarkaða í fjármálaráðuneytinu, segir í samtali við DV að næsta skref íslenskra stjórnvalda sé að kanna hvort áfrýja eigi niðurstöðu héraðsdóms. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það á þessari stundu. Þess er skemmst að minnast að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst að þeirri niðurstöðu 23. nóvember að frumvarp fjármálaráðherra um meðferð aflandskrónueigna væri í samræmi við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Tók stofnunin því ekki undir kvartanir sömu aflandskrónueigenda – vogunarsjóðsins Autonomy Capital og sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance – þess efnis að aðgerðir íslenska ríkisins til að losa fjármagnshöft hafi falið í sér ólögmæta eignaupptöku og brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Hafnaði þremur spurningum

Meira en fimm mánuðir eru liðnir síðan lögmaður sjóðanna á Íslandi, Pétur Örn Sverrisson, fór þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að skipaðir yrðu tveir dómkvaddir matsmenn til að svara alls ellefu ítarlegum spurningum er lúta að efnahagsstöðu Íslands og aðgerðum stjórnvalda gagnvart aflandskrónueigendum. Í frétt Bloomberg í september síðastliðnum sakaði Pétur Örn íslenska ríkið um að reyna að tefja fyrir því að dómstólar skipuðu óháða sérfræðinga í málinu. Stjórnvöld höfðu þá fengið frest til að skila frekari skriflegum greinargerðum fyrir því að ekki ætti að skipa slíka matsmenn.

Í fréttinni var haft eftir Guðrúnu Þorleifsdóttur að stjórnvöld væru einfaldlega að verja sína hagsmuni og benti hún jafnframt á að það væri afar óvenjulegt að dómstólar myndu skipa dómkvadda matsmenn sem hefðu jafn víðtækt hlutverk og fjárfestingarsjóðirnir höfðu farið fram á í beiðni sinni. Í niðurstöðu Héraðsdóm Reykjavíkur í síðustu viku er fallist að hluta til á þau sjónarmið íslenskra stjórnvalda þar sem dómurinn hafnaði þremur af þeim ellefu spurningum sem sjóðirnir óskuðu eftir rökstuddu áliti matsmanna á. Fram kemur í matsbeiðni Autonomy Capital, sem DV hefur undir höndum, að aflandskrónueign vogunarsjóðsins sé í höndum þriggja sjóða sem félagið hefur í stýringu. Þar er um að ræða Autonomy Master Fund Limited, GAM Trading (No. 37) og Autonomy Iceland Two S.á.r.l.

„Ólögmæt skerðing“ krónueigna

Í matsbeiðninni segir að tilefni hennar sé meðal annars fá hina óháðu sérfræðinga til að meta hvort hægt hefði verið að ná efnahagslegum markmiðum um afléttingu hafta með öðrum leiðum, og minna íþyngjandi fyrir aflandskrónueigendur, en sú „ólögmæta skerðing“ sem sjóðirnir telja að felist í aðgerðum stjórnvalda. Þá vilja fjárfestingarsjóðirnir að lagt verði mat á efnahagsleg áhrif þeirra tillagna til lausnar á greiðslujafnaðarvandanum sem kynntar voru fulltrúum framkvæmdahóps um afnám fjármagnshafta á fundi í Seðlabankanum 19. febrúar fyrr á þessu ári.

Þær tillögur fólu í sér „tíu tímabila lausn þar sem afsláttur af krónueignum matsbeiðanda færi stigminnkandi yfir til dæmis 5 ára tímabil. Afsláttur af fyrstu útborgun krónueigna matsbeiðanda hefði verið 20% og hefði farið stiglækkandi niður í 0% á níunda tímabilinu.“ Lausnin hefði gert stjórnvöldum kleift, að því er fram kemur í matsbeiðninni, að greiða vogunarsjóðnum „án þess að þurfa að notast við gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Innflæði gjaldeyris samkvæmt efnahagsspám Seðlabankans sjálfs hefðu dugað til að leysa vandann.“

Ekki „óeðlilegur afsláttur“

Fyrrnefndar kvartanir Autonomy Capital og Eaton Vance til ESA byggðust einkum á því að rök íslenskra stjórnvalda og tilvísun í verndarsjónarmið ættu sér ekki stoð miðað við núverandi efnahagsástand á Íslandi. Þótt efnahagur íslenska ríkisins hafi styrkst á undanförnum árum taldi ESA hins vegar það ekki fela í sér að greiðslujöfnunarvandi Íslands hafi verið leystur. Því sé enn ekki tryggt að ekki verði óstöðugleiki í kjölfar afnáms hafta og var það því niðurstaða ESA að aðgerðir stjórnvalda féllu innan þessa svigrúms.

Í úrskurði segir ESA jafnframt að sjóðirnir hafi ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á að íslensk stjórnvöld hafi með gjaldeyrisútboði Seðlabankans þvingað erlenda aðila sem áttu aflandskrónur til að samþykkja „óeðlilegan afslátt“ af krónueignum sínum. Þvert á móti, eins og stjórnvöld nefna í bréfi sínu til ESA, sé ástæða til að benda sérstaklega á í því samhengi að vísbendingar séu um viðskipti með aflandskrónur á lægra gengi en 190 krónum gagnvart evru nokkrum vikum fyrir útboð Seðlabankans. Samkvæmt heimildum DV áttu þau viðskipti sér stað á genginu 195 krónur fyrir hverja evru og var það vogunarsjóðurinn Autonomy Capital sem stóð að baki kaupunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks