fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Guðmundur Andri: „Myndi ég vilja láta tala svona um mig? Börnin mín? Ömmu mína?“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 2. desember 2016 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hægt er að beita fólk ofbeldi með margvíslegum hætti – líka með orðum. Sá sem eys svívirðingum yfir annan mann að ósekju beitir þann mann ofbeldi,“ segir Guðmundur Andri Thorsson skáld á Facebook-síðu sinni.

Fjörugar umræður hafa átt sér stað um þær kærur sem hafa verið gefnar út á hendur nokkrum einstaklingum vegna meintrar hatursorðræðu í garð samkynhneigðra. Greint hefur verið frá því að Pétur Gunnlaugsson, útvarpsstjóri á Sögu og bloggarinn Jón Valur Jensson séu á meðal hinna ákærðu en þeim er gefið að sök að viðhafa hatursorðræðu í garð meðlima Samtakanna ’78, vegna kynhneigðar þeirra. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati skrifaði harðorðan pistil og var á móti kærum og sagði samfélagið ráða við „svona heimskuleg sjónarmið“.

Guðmundur Andri er í hinu liðinu og segir að sá sem veitist að annarri persónu vegna útlits, kynhneigðar eða annarra meðfæddra einkenna sé að beita ofbeldi.

„Ein grunnstoð okkar samfélags er friðhelgi einstaklingsins og virðing fyrir því að hver persóna er sérstök, og með réttindi sem við fæðumst til en vinnum okkur ekki inn. Erfitt er að halda uppi stífum vörnum fyrir þess háttar „tjáningarfrelsi“ – þjáningarfrelsi – frelsi til að valda öðrum þjáningu, réttinn til að ráðast á saklaust fólk og magna upp andrúmsloft haturs og ótta kringum það. Það er svolítið eins og að halda uppi vörnum fyrir tjáningarfrelsi geranda í eineltismálum. Við erum hér ekki lengur að tala um glettnislegan meting milli Skagfirðinga og Húnvetninga.“

Sigursteinn Másson fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins segir að reynslan sýni að hatursorðræða gegn viðkvæmum minnihlutahópum drepi. Sjálfsvíg meðal ungra samkynneigðra séu töluvert algengari en meðal gagnkynhneigðra.

„Tek eftir því að gagnkynhneigðir telja sig þess umkomna að lýsa því yfir að samkynhneigðir séu orðnir svo vel settir í íslensku þjóðfélagi að við þurfum þurfum enga vernd gagnvart illa þenkjandi fólki. Eru engir fordómar lengur í skólum, á vinnustöðum, í fjölmiðlum?“

Þá segir Guðmundur Andri að samfélagið hafi fá úrræði til að draga úr hatursfullu tali og óttaframleiðslu. Guðmundur Andri segir:

„Það má gera gys að hugmyndum, jafnvel þó að um sé að ræða heilaga sannfæringu einhvers annars: líka varðandi trúmál; fólk sem fylgir hugmyndakerfi þarf að una því að fólk utan þess hugmyndakerfis gagnrýni það – líka trú þess fólks sem á sér enga rödd og enga málsvara. En þegar við ræðum við aðra erum við hins vegar alltaf að beita okkur „sjálfsritskoðun“: við hugsum: mikið ertu feitur í dag, en segjum: það er blessuð blíðan. Þetta er sjálfsritskoðun, þetta er háttvísi,“ segir skáldið og bætið við að hún eigi líka við gagnvart fólki sem öðrum finnst hafa annarlegar hugmyndir eða útlit. Maðurinn eigi að leggja sig fram um að koma vel fram, vera gott fólk, ekki vont.

„Við þurfum að læra að hemja okkur. Hver og einn þarf að staldra við og hugsa – til dæmis meðan hlustað er á útvarpsvilpuna eða jafnvel dælan er látin ganga um fólk sem maður þekkir ekkert: Myndi ég vilja láta tala svona um mig? Börnin mín? Ömmu mína?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“