Slökkviliðið er á leiðinni á vettvang
Flugvél nauðlenti í Heiðmörk nú skömmu eftir hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni lenti vélin heilu og höldnu.
Þetta kemur fram á MBL. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. Að sögn lögreglunnar lenti flugmaðurinn í vanda en tókst að lenda vélinni á vegi í Heiðmörk.