fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Jón Steinsson undrast útilokun Pírata – Sjálfsmorð að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum

Persónuleg reynsla hagfræðingsins af starfi við Pírata er góð

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mín persónulega reynsla af samskiptum við Pírata hefur verið afskaplega góð sérstaklega varðandi sjávarútvegsmálin en einnig önnur mál,“ segir hagfræðingurinn Jón Steinsson í pistli á Facebook-síðu sinni. Hann undrast það mjög að Viðreisn, Björt Framtíð og Vinstri grænir virðast veigra sér við að fara í samstarf með Pírötum og myndi umbótastjórn með stuðningi Samfylkingarinnar. Sérstaklega í ljósi þess að Píratar hafa gefið eftir alla ráðherrastóla.

„Er ekki á það reynandi að unnt sé að vinna með Pírötum? Málefnasamhljómur virðist vera ansi miklu meiri á meðal CAV+PS en öðrum kostum í stöðunni,“ segir Jón. Þá segir hann að það hljóti annars að teljast pólitískt sjálfsmorð að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Undanfarið hafa ýmsir fjölmiðlar greint frá því að þreifingar væru meðal ákveðins hóps innan VG um að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í grein sem birtist í morgun á DV voru slíkar hugmyndir strikaðar út af borðinu. Þar ítrekaði Katrín Jakobsdóttir þann vilja sinn að mynda stjórn til vinstri og aðrir flokksmenn kepptust við að gera lítið úr þessum valkosti. Eina sem gæti breytt afstöðunni væri langvarandi stjórnarkreppa sem myndi neyða Vinstri Græna til þess að íhuga aðra kosti.

Harmar að aðrir flokkar afskrifi Pírata

„Ýmsum virðist meira umhugsað að afskrifa Pírata en að ræða við okkur. Það er leiðinlegt því okkur langar að eiga uppbyggilega samtöl við alla,“ segir Smári McCarthy í athugasemd við pistil Jóns. Hann ítrekar síðan þá möntru Pírata að flokkurinn muni ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum:

„Það er ekki í boði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn tekið til hjá sér eftir spillingarmálin sem komu upp á síðasta kjörtímabili. Þess vegna lofuðum við kjósendum okkar að við myndum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Hitt er annað mál, að hugsanlega geta Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn náð samhljóm í ýmsum málum, sem snúa að borgararéttindum og einstaklingsfrelsi, og hugsanlega jafnvel því sem snýr að gagnsæi stjórnkerfisins og ábyrgð stjórnmálamanna ─ með það fyrir augum að auka tiltrú almennings á Alþingi,“ segir Smári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar