fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Jón Steinsson fær hörð og neikvæð viðbrögð: „Vona svo sannarlega að áhyggjur mínar séu af ástæðulausu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef fengið nokkuð hörð neikvæð viðbrögð við síðustu status uppfærslu frá fólki í VG,“ segir Jón Steinsson dósent í hagfræði við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum, á Facebook-síðu sinni eftir að slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum. Jón Steinsson skrifaði fyrr í vikunni pistil sem Eyjan tók upp en þar var haft eftir Jóni:

„Ég verð að segja að ég botna lítið í VG þessa dagana.“ Hefur fréttin vakið nokkra athygli en Jón undrast að Katrín hafi ekki náð að mynda stjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Samfylkingu og Pírötum.

Í pistli sínum setti Jón hlekk á frétt Vísis þar sem haft var eftir Katrínu: „Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta.“

Segir Jón að Katrín hafi ekki náð að mynda umbótastjórn vegna þess að „það var „meiningamunur“ á flokkunum og vegna þess hvað hún leggur mikið upp úr auknum jöfnuði og hærri skattbyrði á hátekjufólk. En síðan snýr hún sér að Sjálfstæðisflokknum.

„Á hvaða plánetu er líklegt að ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum ýti undir jöfnuð og hækki skatta á hátekjufólk. Það er með því fáránlegra sem ég hef heyrt. Og hvernig má það vera að líklegt sé að það sé minni „menningarmunur“ á VG og Sjálfstæðisflokknum heldur en á VG og Viðreisn?“

Við þetta bætti Jón við:

„Er það kannski að koma í ljós sem margir óttuðust að VG hafi í raun lítinn áhuga á því að mynda umbótastjórn heldur vilji bara fá að taka þátt í sérhagsmunagæslu með helmingaskiptaflokkunum. Ég vona ekki. Það mun örugglega eyðileggja flokkinn á höfuðborgarsvæðinu. En til öryggis væri kannski ráð fyrir kjósendur VG sem vilja umbótastjórn að láta þingmennina sína heyra það.“

Um hvað ertu að tala?

Voru margir Vinstri grænir ósáttir við skrif Jóns Steinssonar. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vg tjáði sig á Facebook-síðu hagfræðingsins og spurði:

„Fyrirgefðu, en um hvað ertu að tala? Hvenær snéri Vg sér að Sjálfstæðisflokknum? Þrátt fyrir að háar raddir um að við ættum að gera það, bæði frá fólki sem það vildi og eins fólki sem hefur alltaf sagt að við séum á leiðinni þangað þó við séum í viðræðum við aðra flokka, þá snérum við okkur einmitt ekki að Sjálfstæðisflokknum. Eða hvenær voru þær viðræður?“

Bætti Kolbeinn við að eðlilegt væri að ræða óformlega við alla flokka til að kanna grundvöllinn og það hefði Katrín gert og í kjölfarið séð að ekki var forsenda fyrir frekari þreifingum og skilað umboðinu.

„Við fórum ekki í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, ef það hefur farið fram hjá þér […]Eftir að Benedikt fundaði með Katrínu – fyrsti fundur Benedikts síðan í kosningum þar sem hann mætti einn á fund með öðrum formanni – var ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að halda þessu áfram.“

Mynd: Af Facebook

Þá segir Kolbeinn að með sömu „furðulegu“ nálgun sé hægt að halda fram að Viðreisn hafi orðið sérhagsmunum að bráð þegar Benedikt lagðist gegn þrepaskipti skattkerfi, hátekjuskatti og auðlegðaskatti en með auknum álögum voru hugmyndir Vg að byggja upp velferðarkerfi.

„Það mun ég samt ekki gera því það er ómerkilegt,“ segir Kolbeinn og bætir við að með því væri hann að ýja að því að Viðreisn væri að gæta hagsmuna auðmanna.

„Ég ætla ekki að gera Viðreisn upp hverjar eru raunverulegar ástæður þess að þau vildu ekki halda viðræðunum áfram. Það er hins vegar í höndum Viðreisnar hvort mögulegt sé að mynda umbótastjórnina sem mér sýnist Jón vera að kalla eftir.“

Þetta eru ekki einu viðbrögðin sem Jón hefur fengið en á Facebook-síðu sinni. Jón svarar ekki gagnrýni Kolbeins en skrifar stuttan status um viðbrögðin sem hann hefur fengið:

„Ég hef fengið nokkuð hörð neikvæð viðbrögð við síðustu status uppfærslu frá fólki í VG. Það er vel. Ég vona svo sannarlega að áhyggjur mínar séu af ástæðulausu,“ þá segir Jón einnig:

„Ef Katrínu á endanum tekst að mynda umbótastjórn verður það afrek!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar