Barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson, sem var dæmdur haustið 2013 í sjö ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn drengjum, fær reglubundið dagsleyfi frá Litla-Hrauni. Hann fær að fara til Reykjavíkur einu sinni í mánuði, að jafnaði, en þarf að skila sér til baka í fangelsið að kvöldi. Frá þessu greinir RÚV.
Fram kemur að Karl þurfi eins og aðrir fangar að gera grein fyrir tilgangi ferðar sinnar eða hvern hann hyggst heimsækja. Leyfin eru veitt á grundvelli laga um fullnustu refsinga. Leyfið má að hámarki vera 14 tímar í senn og þarf að teljast gagnlegt sem þáttur í fullnustu refsingarinnar.