fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
FréttirLeiðari

Mældu rétt strákur!

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur gert úttekt á því hvað neytendur hér á landi borga fyrir ýmsar vinsælar vörur og síðan hvað neytendur í Bretlandi, Noregi og Danmörku greiða. Niðurstöðurnar sýna, með undantekningum þó, að Íslendingar borga miklu mun meira en nágrannaþjóðir fyrir hinar ýmsu vörur og þjónustu. Því miður kemur þetta ekki á óvart.

Nú er ekki óeðlilegt, miðað við að við erum eyþjóð, að ýmis gjöld leggist á vörur sem þarf að flytja langa leið landa á milli. Það er svo ekki til að auka öryggið að við búum við óstöðugan gjaldmiðil. Hann sveiflast til og frá og stundum svo ört að það er eins og hann lifi sjálfstæðu lífi. Smæð markaðarins hefur einnig sín áhrif og það kostar sitt að halda uppi þjónustu. Allt þetta býður upp á hærra verðlag. En þegar Íslendingar eru að greiða 60–77 prósentum hærra verð fyrir vörur en nágrannaþjóðir þá er ekki ástæða til að kinka samþykkjandi kolli. Hér á landi finnst til dæmis varla sú barnafjölskylda sem ekki þekkir af eigin raun hversu mjög er okrað á vörum fyrir börn. Nokkuð sem ætti að vera ólíðandi en hefur viðgengist svo lengi sem elstu menn muna.

Ein frægasta okrarasaga sem við Íslendingar eigum er af einokunarkaupmanninum sem sagði við búðardrenginn, Skúla Magnússon, síðar fógeta: Mældu rétt strákur! – og átti þá við að hann skyldi gæta þess vandlega að svindla á viðskiptavininum við vigt á vöru. Það er ekki laust við að þessi saga komi upp í hugann þegar verstu dæmin í þessari könnun eru skoðuð. „Það er okrað á íslenskum neytendum,“ segir formaður Neytendasamtakanna í viðtali við DV. Hann hvetur verslunareigendur til að sniðganga heildsala sem bjóða ekki samkeppnishæft verð og segir: „Verslanir eiga ekki að taka þátt í okri ef heildsalar okra.“ Akkúrat!

Viðbrögð Íslendinga við okri eru að leita í æ meira mæli í erlenda netverslun. Viðskiptavinurinn er þannig að færa sig úr landi með tilheyrandi tapi fyrir íslenska verslun. Sjálfsagt er erfitt fyrir fyrirtæki og verslanir að bjóða svipað verð og gerist í Evrópu og enn erfiðara, sennilega yfirleitt vonlaust, að hafa það lægra en þar gerist. Verslunareigendur ættu hins vegar að líta á það sem siðferðilega skyldu sína að bjóða vörur á eins hagstæðu verði og hægt er. Þannig myndu þeir skapa sér velvild og afla sér traust neytenda. Verslun þrífst ekki án viðskiptavina sem þurfa að vera sáttir við þá þjónustu sem þeir fá. Annars koma þeir ekki aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti