fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Brestir í samstarfi Simma og Skúla: „Þessir menn eru engir vinir“

Sigmar Vilhjálmsson stefnir félagi í meirihlutaeigu Skúla í Subway – „Það hefur ítrekað verið reynt að slíta þessu samstarfi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur stefnt félaginu Stemmu hf., sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, iðulega kenndum við Subway, fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum DV tengist málið deilum um lóðirnar Austurveg 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem Stemma hf. ráðgerir að opna eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð á næsta ári. Sigmar og Skúli voru í forsvari fyrir verkefnið þegar það var fyrst kynnt árið 2014 en sá fyrrnefndi er nú farinn úr stjórn Stemmu hf.

Krefjast frávísunar

Málið gegn Stemmu var höfðað af Sigmari sjálfum sem og félaginu Sjarmur og Garmur ehf sem á 36% hlut í félaginu. Sigmar og Skúli eiga félagið Sjarmur og Garmur ehf. í gegnum persónuleg félög sín, Immis ehf. og Leiti eignarhaldsfélag ehf. Sá angi málsins sem var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag snýst um frávísunarkröfu verjanda Stemmu og stjórnarmanns félagsins, Sigurðar G. Guðjónssonar, á þeim grundvelli að Sigmar sé ekki aðili að málinu.

„Það getur vel verið að hann geti freistað þess að leita réttar síns í gegnum félagið Immis ehf. en að okkar mati getur Sigmar ekki höfðað persónulega mál gegn Stemmu,“ segir Sigurður í samtali við DV og kveðst vongóður um að Héraðsdómur líti málið sömu augum.

„Þessir menn eru engir vinir“

Skúli Gunnar vísaði á Sigurð G. þegar blaðið leitaði eftir viðbrögðum hans. Í máli Sigurðar kom fram að grunnt sé á því góða milli athafnamannanna tveggja.

„Það hefur ítrekað verið reynt að slíta þessu samstarfi. Þessir menn eru engir vinir,“ sagði Sigurður.

Sigmar Vilhjálmsson, sem er einnig viðskiptafélagi Skúla Gunnars í Nautafélaginu ehf., sem á og rekur veitingakeðjuna Hamborgarafabrikkuna, vildi ekki tjá sig um stefnuna í samtali við DV. Boðar hann önnur dómsmál gegn Stemmu.

„Þetta er bara deila hluthafa um tiltekna ákvörðun á hluthafafundi sem ég var ekki sammála. Þetta er sennilega ekki fyrsta né síðasta slíka deilan hérlendis og það var ákveðið að fá úr henni leyst fyrir dómi. Ef að menn eru ekki sammála þá eru dómstólar frábært stoðtæki til þess að fá skorið úr hlutunum,“ segir Sigmar og kveðst trúa því að dómsmálið eigi ekki eftir að hafa frekari áhrif á samstarf hans og Skúla.

Sigmar sat í stjórn Stemmu fram að 3. ágúst síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu félagsins til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra hætti hann þá í stjórninni og Sigurður G. Guðjónsson tók sæti í henni ásamt Skúla Gunnari. Stjórnin er í dag skipuð honum, Skúla og Guðmundi Hjaltasyni, fjárfesti og fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis.

Fjölbreytt verkefni

Sigmar og Skúli Gunnar hafa tekist á við fjölbreytt verkefni í sameiningu. Skúli Gunnar hefur verið viðloðandi rekstur Hamborgarafabrikkunar í samstarfi við Sigmar og Jóhannes Ásbjörnsson, frá upphafi. Þá var Sigmar markaðsstjóri Subway hérlendis um sex mánaða skeið árið 2014, eða um svipað leyti og áformin um eldfjallamiðstöðina voru fyrst kynnt. Þá var Skúli hluthafi í Konunglega kvikmyndafélaginu sem rak sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð en Sigmar var í forsvari fyrir það verkefni.

Stemma er í eigu Gufupressunnar ehf., Sjarmur og Garmur ehf. og Leiti eignarhaldsfélags. Gufupressan er aftur í eigu Leitis. Í frétt Viðskiptablaðsins í maí 2014 kom fram að eina eign félagsins væri þriggja hektara auð lóð við þjóðveg 1 á milli rafstöðvar Rarik og söluskála Bjarkarinnar á Hvolsvelli. Þá hafði verið unnið að verkefninu í á annað ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt