fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Einu sinni höfðu kennarar og alþingismenn sömu laun: Núna er staðan svona

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sama dag og Íslendingar kusu til Alþingis hækkaði Kjararáð laun Alþingismanna verulega. Vakti hækkunin mikla athygli og reiði í samfélaginu. Laun Alþingismanna verður 1.101.194 krónur á mánuði en getur farið enn hærra. Launin voru áður 762.940 kr. Hækkunin er því 338.254 kr. og er launahækkun upp á 44%.

Brugðust margir illa við, og þá sérstaklega kennarar. Tveir kennarar sem DV ræddi við ákváðu að segja störfum sínum lausum í mótmælaskyni. Þá skrifaði Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður pistil sem vakti mikla athygli.

En hefur þetta alltaf verið svona? Hefur alltaf verið þetta mikill munur á launum kennara og Alþingismanna. Svarið er einfalt; nei, einu sinni fylgdust kennarar og Alþingismenn að, en síðan tóku Alþingismenn stökk og hækkuðu um 50 prósent í launum á einu bretti. Þetta kemur fram á Vísindavefnum. Þar kemur fram að fram til ársins 1964 fengu þingmenn laun miðað við fjölda daga sem þingið starfaði. Það ár var ákveðið að þingmenn fengju um 132.000 krónur á ári. Helst það svo næstu sjö ár og voru þingmenn og kennarar með svipuð laun.

Þá fannst Jóni Þorsteinssyni sem sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn nóg komið og vildi hærri laun fyrir þingmenn. Í framsöguræðu sagði hann:

„Þau sjö ár, sem síðan eru liðin, hafa alþm. fylgt gagnfræðaskólakennurum í launakjörum og aldrei fengið þá leiðréttingu, sem ætlað var með lagasetningunni 1964, að biði þeirra á næstu árum.“

Á Vísindavefnum segir:

„ … rétt [er] að á tímabilinu 1964 til 1971 hafi þingmenn og gagnfræðaskólakennarar fylgst að í launakjörum, en að á árinu 1971 hafi þingfararkaupið hækkað verulega (líklega um 50%). Þar slitnar samfylgd þingmanna og gagnfræðaskólakennara hvað launakjör varðar.“

Staðan er því þessi svo eitt dæmi sé tekið.

Þingmaður, grunnlaun: 1.101.194

Þessu fylgir einnig: Þingmaður fær kostnað við kaup á GSM síma allt að 40 þúsund. Eiga rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og alþingis. Þingmaður utan Reykjavíkurkjördæma fær fasta mánaðarlega upphæð til að standa undir dvalarkostnaði í Reykjavík. Þá á þingmaður rétt á að fá endurgreiddan símkostnað. Sjá fríðindi þingmanna hér.

Kennarinn eftir fimmtán ár í starfI: 490 þúsund. Útborgað um 330 þúsund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður