Sama dag og Íslendingar kusu til Alþingis hækkaði Kjararáð laun Alþingismanna verulega. Vakti hækkunin mikla athygli og reiði í samfélaginu. Laun Alþingismanna verður 1.101.194 krónur á mánuði en getur farið enn hærra. Launin voru áður 762.940 kr. Hækkunin er því 338.254 kr. og er launahækkun upp á 44%.
Brugðust margir illa við, og þá sérstaklega kennarar. Tveir kennarar sem DV ræddi við ákváðu að segja störfum sínum lausum í mótmælaskyni. Þá skrifaði Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður pistil sem vakti mikla athygli.
En hefur þetta alltaf verið svona? Hefur alltaf verið þetta mikill munur á launum kennara og Alþingismanna. Svarið er einfalt; nei, einu sinni fylgdust kennarar og Alþingismenn að, en síðan tóku Alþingismenn stökk og hækkuðu um 50 prósent í launum á einu bretti. Þetta kemur fram á Vísindavefnum. Þar kemur fram að fram til ársins 1964 fengu þingmenn laun miðað við fjölda daga sem þingið starfaði. Það ár var ákveðið að þingmenn fengju um 132.000 krónur á ári. Helst það svo næstu sjö ár og voru þingmenn og kennarar með svipuð laun.
Þá fannst Jóni Þorsteinssyni sem sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn nóg komið og vildi hærri laun fyrir þingmenn. Í framsöguræðu sagði hann:
„Þau sjö ár, sem síðan eru liðin, hafa alþm. fylgt gagnfræðaskólakennurum í launakjörum og aldrei fengið þá leiðréttingu, sem ætlað var með lagasetningunni 1964, að biði þeirra á næstu árum.“
„ … rétt [er] að á tímabilinu 1964 til 1971 hafi þingmenn og gagnfræðaskólakennarar fylgst að í launakjörum, en að á árinu 1971 hafi þingfararkaupið hækkað verulega (líklega um 50%). Þar slitnar samfylgd þingmanna og gagnfræðaskólakennara hvað launakjör varðar.“
Staðan er því þessi svo eitt dæmi sé tekið.
Þingmaður, grunnlaun: 1.101.194
Þessu fylgir einnig: Þingmaður fær kostnað við kaup á GSM síma allt að 40 þúsund. Eiga rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og alþingis. Þingmaður utan Reykjavíkurkjördæma fær fasta mánaðarlega upphæð til að standa undir dvalarkostnaði í Reykjavík. Þá á þingmaður rétt á að fá endurgreiddan símkostnað. Sjá fríðindi þingmanna hér.
Kennarinn eftir fimmtán ár í starfI: 490 þúsund. Útborgað um 330 þúsund.