fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Íslensk teiknimynd fræðir börn um heimilisofbeldi

Auður Ösp
Þriðjudaginn 18. október 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennaathvarfið hefur gefið út nýja teiknimynd sem ber nafnið „Tölum um ofbeldi“ en henni er ætlað að fræða börn um heimilisofbeldi. Það er Jón Gnarr, leikari, grínisti og fyrrum borgarstjóri sem er þulur myndarinnar.

Í tilkynningu frá Kvennaathvarfi kemur fram að tilurð myndarinnar megi rekja til þess að samtökunum þótti skorta aðgengilegt og vel framsett fræðsluefni fyrir börn um heimilisofbeldi:

„Myndin var upphaflega hugsuð sem liður í aukinni áherslu á þjónustu við þau börn sem koma til dvalar í Kvennaathvarfið. Hún er ekki síður mikilvæg öllum þeim börnum sem búa við ofbeldi eða þau sem þekkja einhvern sem býr við ofbeldi. Við vildum bæði gera þennan hóp barna sýnilegri í samfélaginu en aðallega að koma ákveðnum skilaboðum til barna.

Þau mikilvægu skilaboð sem börnin sitja eftir með eftir áhorf á teiknimyndina eru meðal annars að:

Heimilisofbeldi er ekki einkamál fjölskyldna.

Að heimilisofbeldi getur átt sér stað í allskonar fjölskyldum og öllum fjölskyldumynstrum.

Ofbeldið er aldrei barninu að kenna. Það eru fullorðnir sem bera ábyrgð á að börnum líði vel og fullorðnir verða að leysa vandann.

Fáðu hjálp með því að segja frá. Ofbeldið á ekki að vera leyndarmál og það er alltaf einhver sem getur hjálpað og sem vill hjálpa.

Myndin er gerð fyrir fé sem Jón Gnarr lét renna til Kvennaathvarfsins í árslok 2014 eftir að hafa hlotið Friðarviðurkenningu Lennon Ono sjóðsins og þá bauð Jón einnig fram krafta sína með því að tala inná myndina. Una Lorenzen gerði hreyfimyndir og Snorri Gunnarsson lagði fram vinnu sína við hljóðsetningu og tónlist en handritið að myndinni er eftir þær Sigþrúðu Guðmundsdóttur, Ísól Björk Karlsdóttur og Unni Svövu Jóhannsdóttur.

Myndina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Í gær

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals