Rjúpnaveiðar eru heimilar öllum veiðikortahöfum án gjalds á þjóðlendum
Forsætisráðuneytið hefur úrskurðað að Húnaþing vestra hafi ekki mátt selja leyfi til rjúpnaveiða á þjóðlendum sem eru innan marka sveitarfélagsins. „Hér er um tímamótaúrskurð að ræða og sýnir hverju hagmunabarátta veiðmanna getur skilað ef við stöndum saman,“ segir Dúi Landmark, formaður SKOTVÍS.
Sveitarfélagið hefur undanfarin ár auglýst rjúpnaveiðileyfi til sölu og birt á heimasíðu sinni ár hvert að engum sé heimilt að veiða án 9 þúsund króna greiðslu. Í fyrra kærði Skotveiðifélag Íslands þessa ákvörðun til Forsætisráðuneytisins.
Skotveiðifélag Íslands fagnar niðurstöðu ráðuneytisins telur úrskurðinn stefnumarkandi. Hann nái ekki aðeins til þeirra 12.000 veiðikorthafa, heldur allra þeirra íslensku þegna sem vilja stunda útivist á þjóðlendum landsins.