fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Helgi í Góu komst ekki í gegnum greiðslumat: „Hvernig á ungt fólk að bjarga sér?“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 6. október 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Vilhjálmsson í Góu hefur átt mikilli velgengni að fagna í sínum fyrirtækjarekstri. Fyrr í vikunni greindi DV frá því að Helgi malar gull á KFC. Þrátt fyrir mikla velgengni greinir Helgi frá því að hann hafi ekki staðist greiðslumat upp á 17 milljónir króna. Frá þessu sagði Helgi í viðtali á útvarpi Sögu.

Helgi greindi frá því að hann hafi ætlað að aðstoða vin sinn sem átti í vandræðum með að kaupa íbúð.

„Ég ætlaði að hjálpa manni um daginn og honum vantaði nafn á íbúðina sína og það var 17 milljón króna skuld á henni og jú jú við skulum bara segja að hann sé á gráu svæði, og ég segi við hann að bróðir hans gæti reddað þessu en hann sagði nei og ég sagði þá að ég myndi redda þessu, og ég fer í greiðslumat fyrir 17 milljónir og ég komst ekki í gegn um þetta sem venjulegur borgari“

Helgi segist hafa rætt við endurskoðanda sinn og beðið hann að útskýra hvernig á þessu stæði.

„Ég komst ekki í gegnum það, ég skal senda ykkur pappírana og þið sjáið nafnið: Nei nei, Helgi Vilhjálmsson, þetta er stórhættulegur maður. Ég komst ekki í gegnum það á venjulegum grunni.“

Helgi segir fasteignasalana hafa hlegið.

„Þetta er nýja fólkið. Þetta er bréfið sem ég fékk til baka; ég komst ekki í gegnum greiðslumatið. Hugsið ykkur þá venjulegt fólk sem er að reyna að byrja, hvernig það er tekið í nefið,“ bætti Helgi við ósáttur. „Ég get rifið kjaft en ég komst ekki í gegnum það einn tveir og þrír og þetta voru 17 milljónir. Svo er búið að banna manni að skrifa upp á fyrir menn. Það er líka bannað. Hvernig á ungt fólk að bjarga sér?“

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki
Fréttir
Í gær

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar