IKEA leitar að eiganda þessarar myndar, sem gleymdist í versluninni
„Kæru vinir, nú þurfum við aðstoð.“ Svona hefst stöðuuppfærsla hjá IKEA á Facebook. Þar segir að um daginn hafi í verslunina komið eldri maður að leita að ramma fyrir mynd sem hann málaði þegar hann var 12 ára gamall. Hann hafði myndina meðferðis þegar hann kom í verslunina, til að kaupa örugglega rétta stærð.
„Með aðstoð starfsmanns fann hann ramma sem passaði, en svo óheppilega vildi til að hann gleymdi sjálfri myndinni í hillunni hjá okkur.“
IKEA segist gjarnan vilja að myndin komist í réttar hendur, svo hún njóti sín í rammanum. „Gætuð þið hjálpað okkur að deila þessu og finna manninn? Takk kærlega.“
Ef DV þekkir Íslendinga rétt verða þeir ekki lengi að finna út úr þessu.
Uppfært klukkan 13:55:
Júlíus Þórarinn Steinarsson segir á Facebook-síðu IKEA að pabbi sinn, Steinar Júlíusson, eigi myndina. Hann ætli að nálgast hana í verslun IKEA: