fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

Edda Heiðrún Backm­an látin

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 2. október 2016 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Heiðrún Backm­an, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar er látin. Edda var einnig leikstjóri og myndlistarmaður. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. október. Hún var 58 ára gömul. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Edda fæddist á Akranesi þann 27. Nóvember árið 1957. Á vef Mbl segir að Edda hafi átt farsælan feril sem leikari til ársins 2004 en hún varð að hætta að leika eftir að hafa greinst með MND-sjúkdóminn. Hún sneri sér þá að leikstjórn og kom að fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Þá sneri Edda sér að myndlist og málaði stórfenglegar vatnslitamyndir með munninum. Hélt hún fjölda sýninga á verkum sínum. Fyrst þegar Edda fékk þær fréttir að hún væri með MND sjúkdóminn langaði hana til að deyja. Hana langaði ekki að segja neinum frá þessum sorglegu fregnum.

,,En sem betur fer gekk ég ekki í sjóinn,“ sagði Edda og ákvað síðan að gefast ekki upp og reyna að lifa með sjúkdómnum. Hún sagðist þó ekki líta á sig sem hetju og sagðist ,,bara vera venjuleg kona“ en það verður að teljast ólíklegt að fólk sé sammála því. Edda var engin venjuleg kona svo mikið er víst.

Edda Heiðrún læt­ur eft­ir sig tvö börn, Arn­mund Ernst leik­ara og Unni Birnu mennta­skóla­nema.

Eddu verður minnst sem ein af bestu leikkonum sem við höfum átt og þá barðist hún ötullega fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt hlutverk Svala
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Í gær

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“