fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Deilt um akstursstyrki í áratugi: Aðeins ein kona mætti í hátíðarmessu Baldurs

Mikil ólga er í kringum séra Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprests sem sætir rannsókn vegna bílastyrkja

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. janúar 2016 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílastyrkir til Baldurs Rafns Sigurðssonar hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og sóknarnefndum í á annan tug ára. Þannig birtist fyrsta frétt um málið í frétt DV árið 2001, en þar kom einnig fram að samstarfsörðugleikar hafa einkennt sóknarstarf prestsins sem er sóknarprestur í Ytri- og innri Njarðvíkurkirkju.

Baldur fær rúmlega milljón í akstursstyrki á ári, og er gert ráð fyrir að hann aki 800 kílómetra á mánuði. Málið var kært til lögreglu árið 2003 en látið niður falla. Þá var fyrsta athugasemdin vegna styrkjanna gerð árið 2001.

RÚV greindi frá því fyrir skömmu að Kirkjuráð og Ríkisendurskoðun væru byrjuð að rannsaka bilastyrki til prestsins.

Ráku kórinn, organistann og meðhjálparann

Árið 2001 greindi DV fyrst frá því að mikil átök væru á milli Baldurs Rafns og kirkjukórsins sem þá var starfandi innan kirkjunnar. Þá sagði í fréttinni að félagar sameiginlegs kirkjukórs safnaðanna, ytri- og innri Njarðvíkurkirkju, og séra Baldur Rafn, töluðust vart við í messum. Sjálfur neitaði Baldur Rafn þó alfarið fyrir það í sama viðtali að þar væri að finna samskiptavanda.

Ný sóknarnefnd tók við stjórnartaumunum um þetta leyti í Ytri Njarðvíkurkirkju sem varð til þess að organistinn, meðhjálparinn og kórinn var rekinn. Í þessari sömu frétt var fyrst minnst á akstursstyrkina umdeildu til Baldurs og gerðar athugasemdir við þá.

Þannig segir orðrétt í fréttinni: „Þann 31. júlí sendi sóknarnefndin nýja sr. Baldri bréf, þar sem tilkynnt var að hætt yrði greiðslum á bílastyrk til prestsins; „fyrir ótilteknar og óumbeðnar ferðir í þágu safnaðameðlima“, eins og segir orðrétt í bréfinu. Taldi sóknarnefnd einungis skylt að greiða útlagðan kostnaði af ferðum sem sóknarnefnd óskaði sérstaklega eftir.“

Fyrst var fjallað um málið árið 2001.
DV árið 2001 Fyrst var fjallað um málið árið 2001.

Fær greitt fyrir 800 km á mánuði

Það var þó ekki fyrr en 2009 sem DV fjallaði aftur um bílastyrkinn og var þá upplýst að hann fengi rúma milljón fyrir aksturinn. Þá kom ennfremur fram að presturinn fengi greitt fyrir að aka 800 kílómetra á mánuði.
Til samanburðar þá er vegalengdin frá Reykjavík til Akureyrar um 430 kílómetrar. Áætlaður akstur séra Baldurs Rafns innan sóknarinnar jafngildir því að hann aki mánaðarlega sem samsvarar akstri frá Reykjavík til Akureyrar og langleiðina aftur til Reykjavíkur.

Undir séra Baldur Rafn heyrir Njarðvíkurprestakall og sinnir hann þremur sóknum prestakallsins; Njarðvíkursókn, Ytri-Njarðvíkursókn og Kirkjuvogssókn í Höfnum.

Samkvæmt kjarasamningum presta fá þeir fastar greiðslur vegna akstursins. Séra Baldur Rafn hefur aftur á móti gert samninga við Njarðvíkursókn og Ytri-Njarðvíkursókn um viðbótargreiðslur.

Árlega greiðir Ytri-Njarðvíkursókn honum 883 þúsund krónur en frá Njarðvíkursókn fær hann 248 þúsund krónur. Samtals nema greiðslurnar því 1.131 þúsund krónum á ári.

Allir prestar fá fastar greiðslur vegna aksturs úr Kirkjumálasjóði. Þær greiðslur eru bundnar í kjarasamninga sem kjararáð ákvarðar um. Stærð prestakalls ræður því hversu háar akstursgreiðslur til presta eru. Njarðvíkurprestakall telst vera meðalstórt og greiðslur til prests því tæpar 29 þúsund krónur á mánuði vegna aksturs, eða um 346 þúsund krónur á ári. Samningar séra Baldurs Rafns kveða á um viðbótargreiðslur ofan á þessa samningsbundnu greiðslu. Til samanburðar má nefna að prestar í Reykjavík fá rúmlega 17 þúsund krónur á mánuði í akstursgreiðslur, eða 208 þúsund á ári.

Einn mætti í hátíðarmessu á dögunum.
NJarðvíkurkirkja Einn mætti í hátíðarmessu á dögunum.

Biskupsstofa skoðaði málið

Það dró svo til tíðinda vegna akstursstyrkjanna í nóvember árið 2009 þegar DV hafði eftir Ragnhildi Benediktsdóttur, skrifstofustjóra hjá Biskupsstofu, að málið yrði skoðað betur.

Ragnhildur sagði þá að á Biskupsstofu hefði ekki verið staðfest vitneskja um akstursgreiðslur Ytri- og Innri-Njarðvíkursókna til séra Baldurs Rafns. Nú ætlaði Biskupsstofa hins vegar að taka málið til sérstakrar skoðunar.
RÚV greindi svo frá því nú á dögunum, sjö árum síðar, að kirkjuráð og Ríkisendurskoðun hafa til rannsóknar bílastyrki upp á milljónir króna sem sóknarnefndir í Njarðvíkurprestakalli hafa greitt sóknarprestinum undanfarin ár.

Til þess að setja málið í betra samhengi þá hefur DV fengið staðfest að sóknirnar hafa greitt séra Baldri Rafni fyrir akstur í rúmlega tuttugu ár, en hann tók við embætti sóknarprests Njarðvíkurprestakalls í mars 1992.

Þær akstursgreiðslur sem séra Baldur Rafn fær með launum nema 29 þúsund krónum á mánuði, eða 346 þúsund krónur á ári. Greiðslur frá sóknunum koma ofan á þá upphæð. Það er því ljóst að greiðslurnar sem um ræðir, hlaupa hugsanlega á tugum milljóna.

Kærði sóknina til lögreglu

Athygli vekur að í maí 2003 lagði Þórir Jónsson, fyrrverandi meðhjálpari og kirkjuvörður í Njarðvíkurkirkjum, fram kæru til lögreglu. Þar krafðist hann rannsóknar á meintu fjármálamisferli og meintum bókhaldssvikum sóknarnefndar og kirkjugarðsstjórnar Ytri-Njarðvíkurkirkju. Í kærunni var meðal annars komið inn á bílastyrk séra Baldurs Rafns.
Rannsókn var þó fljótt látin niður falla þar sem ekki var talið að refsiverð brot hafi verið framin.

Einn mætti í hátíðarmessu

Líklega má segja að helsta birtingarmynd þeirrar einkennilegu stöðu sem er upp komin kirkjunni messa sem haldin var fyrir um mánuði síðan, eða á jóladag. Þá mætti aðeins ein manneskja í hátíðarguðsþjónustu til þess að hlusta á messu séra Baldurs.

Auk gestsins mætti kór, organisti og meðhjálpari til messunnar. Í viðtali við Víkurfréttir hélt Baldur því fram að fólk væri einfaldlega ekki komið á ról á þeim tíma sem messan fór fram, sem var klukkan ellefu að morgni, líkt og flestar aðrar messur sem haldnar eru á sunnudögum. Því væri hugsanlegt að skoða tímasetningu messunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“