fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Íslenska kókaínparið nefndi Guðmund Spartakus í yfirheyrslum

Paragvæskur blaðamaður upplýsti í viðtali við RÚV að ungt par hefði nefnt Guðmund Spartakus

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. janúar 2016 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paragvæski blaðamaðurinn Cándido Figueredo Ruiz, sem starfar við stærsta blað landsins, ABC Color, fullyrðir í viðtali við RÚV í kvöld að Guðmundur Spartakus Ómarsson, sé valdamikill í fíkniefnaheiminum í Paragvæ og Brasilíu.

Cándido, sem hefur starfað sem blaðamaður í 20 ár, segir Guðmund hægri hönd Sverris Þórs Gunnarssonar, oftast kallaður Sveddi tönn, sem afplánar nú dóm í brasilísku fangelsi vegna fíkniefnaviðskipta.

Nafn Guðmundar Spartakus komst skyndilega í fréttirnar í vikunni þegar fjölmiðillinn, sem Cándido starfar á, greindi frá nafni hans í tengslum við dularfullt hvarf Fiðriks Kristjánssonar, sem hvarf sporlaust árið 2013.

Sjá einnig: Mannshvarf Íslendings í Paragvæ: Faðir Guðmundar heyrði í honum á Skype

Ekkert hefur spurst til Friðriks í um tvö ár.
Friðrik Kristjánsson Ekkert hefur spurst til Friðriks í um tvö ár.

Cándido fullyrti í viðtali við RÚV að ungt par sem var tekið með nokkur kíló af kókaíni í Brasilíu um jólin, hafi nefnt nafn Guðmundar Spartakusar við yfirheyrslu og fullyrt þar að Guðmundur væri einn af umsvifamestu smyglurunum á svæðinu.

Cándido er gífurlega reynslumikill fréttamaður og sagði Jóhanni Hliðari Harðarsyni, fréttamanni RÚV, að Cándido hafi minnst á íslensku nöfnin að fyrra bragði, og upplýsti að auki að hann notaðist við heimildir sem hann hefði notað í um 20 ár.

Til þess að undirstrika hversu hættulegur blaðamaðurinn er álitinn fíkniefnagengjum í Paragvæ má nefna að sjö lögreglumenn gæta hans og konu hans allan sólarhringinn og þannig hefur tilvera þeirra verið í 20 ár.

Ung kona og karlmaður voru handtekinn með mikið magn kókaíns. Þau eiga að hafa sagt að Guðmundur Spartakus væri gífurlega umsvifamikill í fíkniefnaheiminum í Paragvæ.
Fíknefnapar Ung kona og karlmaður voru handtekinn með mikið magn kókaíns. Þau eiga að hafa sagt að Guðmundur Spartakus væri gífurlega umsvifamikill í fíkniefnaheiminum í Paragvæ.

Guðmundur er ekki til rannsóknar í Paragvæ en Cándido segir í viðtali við RÚV:

„Hafa verði í huga að gríðarleg spilling sé innan lögreglunnar í Paragvæ og Brasilíu, hún teygi sig inn í lögreglu, dómstóla og ráðuneytinu. Eiturlyfjasmyglararnir ráði yfir miklum fjármunum, þeir séu óspart notaðir til að komast hjá handtökum og refsingu. Því hafi yfirvöld ekki mikinn áhuga á að deila upplýsingum til annarra landa til að liðka fyrir handtöku þessara glæpamanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Í gær

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“