fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Linda Björk: „Ný byrjun fæddist í hjarta mínu þegar ég sat í fangelsi“

Annar leiðtogi Frelsisins hefur kristilegt starf að nýju – „Þetta var andlegt ofbeldi“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 27. september 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

*Brot úr greininni „Ný byrjun vekur ótta hjá Siggu Lund“ sem birtist í vikublaði DV

Skipulögðu tilhugalífið

Á tímum Frelsisins leigði hún raðhús í eigin nafni og leigðu kvenkyns meðlimir herbergi af henni. Fyrirkomulagið var að undirlagi Lindu. „Þetta voru 3–5 stelpur sem bjuggu hjá mér á mismunandi tímum. Tvær þeirra eignuðust eiginmenn sína í söfnuðinum og þurftu leiðtogarnir, Linda og Hilmar, að samþykkja ráðahaginn. Þau höfðu puttana í öllu sem fram fór milli paranna, skipulögðu stefnumótin og tilhugalífið. Fyrstu kossarnir voru við altarið,“ segir Sigga.

Allir peningarnir til safnaðarins

Safnaðarmeðlimir borguðu tíund til Frelsisins, pening sem fór í ýmis útgjöld safnaðarins. „Ég var einstæð móðir á þessum tíma en allir mínir peningar runnu til safnaðarins sem gerði það að verkum að ég hafði oft úr litlu að spila fyrir mig og son minn,“ segir Sigga. Að hennar sögn fóru leiðtogar safnaðarins ósparlega með fé og voru skilin á milli reksturs safnaðarins og einkaneyslu leiðtoganna í besta falli óljós. Þegar Frelsið leið undir lok höfðu nokkrir einstaklingar gengist í ábyrgðir og sátu eftir með sárt ennið.

Peningamaskínan „Sókn gegn sjálfsvígum“

„Það urðu nokkrir einstaklingar persónulega gjaldþrota í kjölfarið. Fjárhagsstaða mín var líka slæm og ég var lengi að vinna mig út úr því,“ segir Sigga. Umsvif Frelsisins voru talsverð þegar starfsemin stóð sem hæst. Auk þess að standa fyrir trúarsamkomum í leiguhúsnæði þá var starfrækt kaffihús fyrir ungt fólk þar sem safnaðarmeðlimir unnu í sjálfboðastarfi. Þá stóð söfnuðurinn fyrir þjóðarátakinu „Sókn gegn sjálfsvígum“. Talsverðum fjármunum var safnað frá einstaklingum, fyrirtækjum og hinu opinbera. „Ég held að það sé óhætt að segja að átakið hafi að einhverju leyti verið peningamaskína safnaðarins. Óljóst var í hvað peningarnir runnu. Starfrækt var símalína þar sem fólk, sem glímdi við sjálfsvígshugsanir gat hringt inn og leitað sér aðstoðar. Sjálfboðaliðar sinntu því starfi,“ segir Sigga.

Gjörólík starfsemi

Linda Björk segir í samtali við DV að allir eigi rétt á nýju upphafi og endurreisn í lífinu. „Ég er engan veginn fullkomin og þess vegna þarf ég á Guðs hjálp og leiðsögn að halda. Ný byrjun fæddist í hjarta mínu þegar ég sat í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2009. Þá fannst mér að ég hefði gjörsamlega klúðrað lífi mínu og gert mörg mistök. Ég vildi byrja upp á nýtt,“ segir Linda og vísar í tveggja ára dóm sem hún hlaut vestra fyrir að smygla sér ólöglega yfir landamærin frá Kanada til Bandaríkjanna.

Að sögn Lindu er Ný byrjun gjörólík starfsemi Frelsisins. „Við erum að starfrækja hjálparstarf en ekki kirkju. Það er ekki á döfinni að innheimta gjöld né neitt slíkt. Við stöndum fyrir samkomum einu sinni í viku í Mjóddinni og þar greiði ég sjálf leigu salarins,“ segir Linda Björk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello