Mælist 3,1 af stærð
Jarðskjálfti af stærð 3,1 mældist á Hengilssvæðinu kl. 8:04 í dag, 18. september, en jarðskjálftahrina stendur nú yfir þar. Skjálftinn fannst í Hveragerði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Þar segir jafnframt að um 450 jarðskjálftar hafi mælst með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Lítið Skaftárhlaup hófst þann 7. og náði hámarki tveimur dögum síðar. Smærri skjálftahrinur urðu við Húsmúla á Hellisheiði, norðaustur af Gjögurtá, við Tungnafellsjökul og innan Kötluöskjunnar.
Stærsti skjálfti vikunnar var 3,5 og var hann innan Kötluöskjunnar.