fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

„Aðdáendur Justin Biebers eru klikkaðir“

Skilaboðum rigndi inn til Hönnuh Jane Cohen eftir umdeildan pistil

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 11. september 2016 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Shit. Aðdáendur Justin Biebers eru klikkaðir. Ég hef lært mína lexíu og mun aldrei abbast aftur uppá 14 ára stelpur,“ segir pistlahöfundurinn Hannah Jane Cohen í færslu á Facebook.

Hannah Jane mun hugsa sig tvisvar um áður en hún angrar 14 ára stúlkur aftur.
Hörð viðbrögð Hannah Jane mun hugsa sig tvisvar um áður en hún angrar 14 ára stúlkur aftur.

Ástæða færslunnar eru viðbrögð fólks við pistli Hönnuh Jane um tónleika poppgoðsins kanadíska. Pistillinn bar yfirskriftina „Farðu til fjandans, Justin Bieber“ en í honum fór Hannah Jane hörðum orðum um frammistöðu söngvarans í Kórnum sem hún taldi í besta falli „móðgandi“.

Viðbrögðin við pistlinum hafa ekki látið á sér standa. Pósthólf Hönnuh Jane fylltist af reiðipóstum frá æstum aðdáendum. „Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég fékk fjölmargar hótanir, meðal annars frá fjórtán ára stúlkum um að ég skyldi passa mig í miðbænum um helgar. Miðað við aldur þeirra þá þarf ég að hafa áhyggjur eftir svona sex ár,“ segir Hannah Jane kímin í samtali við blaðamann.

„Farðu til fjandans, Hannah Jane Cohen“

„Skemmtilegasta skeytið var frá æstum aðdáanda sem sagði að ég þyrfti að hafa B.A-gráðu í tónlist til þess að skrifa gagnrýni um tónleika sem mark væri á takandi. Þá sagðist ein stúlka ætla að skrifa greinina „Farðu til fjandans, Hannah Jane Cohen“,“ segir hún og hlær.

Hún tekur þó fram að mörg skilaboð hafi líka borist frá málaefnalegum tónlistargestum sem hafi upplifað svipaðar tilfinningar og Hannah Jane á tónleikum Bieber. „Það er að minnsta kosti ljóst að fólk hefur miklar skoðanir á þessum tónlistarmanni,“ segir Hannah Jane.

Hannah Jane er frá New York í Bandaríkjunum og kom hingað til lands fyrst fyrir fimm árum. „Það má segja að ég hafi séð myndband með Gísla Pálma og orðið að flytja hingað. Ég kann vel við mig á Íslandi og vonandi mun ég búa hérna til frambúðar. Nema að yfirvöld hendi mér úr landi fyrir þennan pistil,“ segir Hannah Jane létt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu