fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Þorsteinn Pálsson einnig til liðs við Viðreisn

Tveir þungavigtarmenn til liðs við flokkinn – Þorgerður staðfestir framboð

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. september 2016 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur staðfest að hún sé gengin til liðs við Viðreisn eins og DV greindi fyrst frá í gær.

Þetta gerði Þorgerður á Twitter-síðu sinni þar sem hún tilkynnir einnig að Þorsteinn Pálsson sé gengin til liðs við flokkinn.

Í frétt DV á þriðjudag kom fram að Þorgerður muni leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svonefnda.

Þorgerður sat á Alþingi frá 1999 til 2013 en hún var menntamálaráðherra frá 2003 til 2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005 til 2010.

Þorsteinn var þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins um margra ára skeið. Hann var þingmaður árin 1983 til 1999 og var fjármálaráðherra árin 1985 til 1987, forsætisráðherra árin 1987 til 1988 og dóms- og kirkjumálaráðherra árin 1991 til 1999. Þá var Þorsteinn formaður Sjálfstæðisflokksins árin 1983 til 1991.

Á vef RÚV kemur fram að Þorsteinn muni ekki fara í framboð fyrir Viðreisn. Segist hann hafa tekið þá ákvörðun að styðja við framboðið og þann fjölbreytta hóp sem þar er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann

Pútín er hræddur um að Trump muni svíkja hann
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“

Guðbrandur lýsir „ósvífinni“ framkomu við 96 ára ökumann – „Þetta er langt í frá eina tilvikið“
Fréttir
Í gær

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“