fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fréttir

Þorsteinn Pálsson einnig til liðs við Viðreisn

Tveir þungavigtarmenn til liðs við flokkinn – Þorgerður staðfestir framboð

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. september 2016 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur staðfest að hún sé gengin til liðs við Viðreisn eins og DV greindi fyrst frá í gær.

Þetta gerði Þorgerður á Twitter-síðu sinni þar sem hún tilkynnir einnig að Þorsteinn Pálsson sé gengin til liðs við flokkinn.

Í frétt DV á þriðjudag kom fram að Þorgerður muni leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svonefnda.

Þorgerður sat á Alþingi frá 1999 til 2013 en hún var menntamálaráðherra frá 2003 til 2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005 til 2010.

Þorsteinn var þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins um margra ára skeið. Hann var þingmaður árin 1983 til 1999 og var fjármálaráðherra árin 1985 til 1987, forsætisráðherra árin 1987 til 1988 og dóms- og kirkjumálaráðherra árin 1991 til 1999. Þá var Þorsteinn formaður Sjálfstæðisflokksins árin 1983 til 1991.

Á vef RÚV kemur fram að Þorsteinn muni ekki fara í framboð fyrir Viðreisn. Segist hann hafa tekið þá ákvörðun að styðja við framboðið og þann fjölbreytta hóp sem þar er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ferðamaður varð fyrir líkamsárás

Ferðamaður varð fyrir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svona lengi geta Úkraínumenn haldið út án aðstoðar frá Bandaríkjunum

Svona lengi geta Úkraínumenn haldið út án aðstoðar frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt
Fréttir
Í gær

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka