fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Þorgerður leiðir Viðreisn í Kraganum

Fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins tekst á við sinn gamla formann

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 6. september 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mun gefa kost á sér á lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar. Þorgerður mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svonefnda, samkvæmt heimildum DV. Þorgerður sat á Alþingi frá 1999 til 2013 en hún var menntamálaráðherra frá 2003 til 2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005 til 2010.

Þorgerður steig tímabundið til hliðar í apríl 2010 og tók þá launalaust leyfi. Sagði hún einnig af sér sem varaformaður. Það gerði hún meðal annars í kjölfar gagnrýni sem hún fékk á sig vegna lána Kristjáns Arasonar, eiginmanns hennar, þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings. Árið 2014 sýknaði Hæstiréttur Kristján af bótakröfum sem þrotabú Kaupþings gerði á hendur honum.

Þorgerður settist aftur á þing um haustið, nánar tiltekið í september 2010, eftir að þingmannanefnd skilaði rannsóknarskýrslu. Tveimur árum síðar hætti Þorgerður afskiptum af stjórnmálum. Þótti ýmsum leitt að sjá á eftir henni og þess voru dæmi að stuðningsmenn hennar yfirgæfu flokkinn, en mörgum fannst sem henni hefði verið fórnað opinberlega af flokksfélögum.

Þorgerður hefur síðan þá gagnrýnt sinn gamla flokk. Í september var hún afar ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið en Þorgerður starfaði þá innan Samtaka atvinnulífsins sem forstöðumaður mennta og nýsköpunar. Í viðtali við Fréttablaðið var hún spurð hvort hún hygðist bjóða sig fram fyrir Viðreisn en stjórnmálaaflið var sett á laggirnar árið 2014 en þó ekki formlega fyrr en á vormánuðum 2016. Svaraði Þorgerður á þessa leið:

„Það þyrfti eitthvað verulega mikið til þess að fá mig aftur inn í stjórnmál. Ég er í Sjálfstæðisflokknum, búin að vera þar og hef ekki kosið annað. Það þyrfti eitthvað mikið að gerast ef ég ætti ekki að gera það. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að það mætti ýmislegt betur fara í Sjálfstæðisflokknum, ég held til dæmis að flokkurinn minn verði að opna sig aðeins meira.“

Í sama viðtali hrósaði hún Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og sagði að flokkurinn væri í verri málum ef ekki væri fyrir Bjarna en í Kraganum mun Þorgerður takast á við sinn gamla formann.

Verður tilkynnt í vikunni

Þorgerður hefur verið þráspurð hvort hún ætli fram fyrir Viðreisn og hefur ávallt neitað og sagst ekki hafa tekið ákvörðun þess efnis. Þá hafa margir orðið til þess að hvetja Þorgerði til að gefa kost á sér, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sagði í samtali við Vísi að framboð Þorgerðar myndi styrkja Viðreisn mikið.

„Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég sá oft á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að hún hefur mikil áhrif á fólk með sínum málflutningi. Þannig að ef að það verður þá finnst mér það liggja í augum uppi að það mun efla Viðreisn mjög og þá er spurning hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við.“

Undanfarið hefur þungavigtarfólk gengið til liðs við Viðreisn. Í þeim hópi eru Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Hanna Katrín Friðriksdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Pawel Bartoszek – allt fólk sem talið er að muni styrkja flokkinn mikið og nú bætist Þorgerður Katrín við í þann hóp. Samkvæmt heimildum DV mun Þorgerður tilkynna um framboð sitt í vikunni og hefur undirbúið það vel.

Fylgi Viðreisnar hefur aukist mikið undanfarið og ef tekið er mark á skoðanakönnunum gæti flokkurinn orðið í lykilstöðu í haust þegar ný ríkisstjórn verður mynduð. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtist í síðustu viku, mælist fylgi Viðreisnar tæplega 11 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu