fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Meint barnsrán í Þorlákshöfn: Lögreglan er strand í málinu

Kannast þú við lýsingu drengsins á manninum?

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 6. september 2016 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var ekki verið að tæla drenginn. Þarna var ráðist á hann. Það er mikill munur þar á.“ Þetta segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, varðandi óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Þorlákshöfn í gær. Þar réðst karlmaður aftan að 9 ára dreng og reyndi að draga hann inn í bílinn sinn. Drengurinn brást hárrétt við aðstæðum, sparkaði í manninn og hljóp í burtu.

Gat gefið góða lýsingu á manninum

Þorgrímur segir að lögreglunni á Suðurlandi hafi borist tilkynning um málið í gegnum fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra um klukkan 14:30 í gær. Í framhaldinu fóru lögreglumenn í forgangi til Þorlákshafnar.

Að sögn Þorgríms var drengurinn á gangi frá Heiðnabergi og yfir að Pálsbúð í bæjarfélaginu. Drengurinn gat ekki lýst bílnum en gat gefið góða lýsingu á manninum.

Svartklæddur og þybbinn

„Hann segir að maðurinn hafi verið 30 til 40 ára gamall og um það bil 180 cm á hæð. Þybbinn, með snöggklippt ljósbrúnt hár, bláeygður og með skegghýjung,“ segir Þorgrímur og bætir við:

„Hann var svartklæddur. Í svartri peysu með áberandi stórum appelsínugulum stöfum þar sem stóð ASA. Maðurinn var jafnframt klæddur í íþróttabuxur og í rauða skó.“

Þorgrímur segir í samtali við DV að hann hafi ekki fengið aðrar upplýsingar sem gátu leitt lögregluna áfram með málið.

„Við vitum ekki hver maðurinn er. Og ekkert um bílinn. Við erum alveg strand með þetta eins og er.“

Engin önnur tilfelli hafa verið tilkynnt til lögreglunnar varðandi sambærileg mál er beinast að börnum í Þorlákshöfn en á Facebook síðu sem er ætluð íbúum í bænum greina tveir aðrir foreldrar frá því að maður hafi reynt að nálgast syni sína. Í einu tilfelli var barni boðið upp í bíl en í hinu tilfellinu reyndi karlmaður að komast inn á heimili þar sem tveir drengir voru einir heima.

Engar vísbendingar

Þorgrímur segir að enginn virðist þekkja til mannsins en það að hann hafi sagt við drenginn. „Ég tek þig núna og fer með þig heim til Reykjavíkur í kjallarann minn,“ sé vísbending um að maðurinn sé ekki heimamaður.

„Þessi drengur brást hárrétt við en þetta getur allstaðar gerst. Mér finnst full ástæða til að fólk ræði þetta við börnin sín og biðji þau um að gefa sig ekki að ókunnugu fólki. Þetta er tilefni til að vara við og kenna börnunum hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum.“

Þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum um málið geta komið þeim til skila á sudurland@logreglan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars