fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Kynferðislega misnotuð þegar hún lá bjargarlaus eftir 5 metra fall

Fríið á paradísareyjunni Krabi breyttist í martröð

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 6. september 2016 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið miðvikudagskvöld lenti ung bandarísk kona í þeirri hrottalegu lífsreynslu, á tælensku eyjunni Krabi, að heimamaður sem ætlaði að fylgja henni upp á hótel byrjaði að áreita hana. Konan varð skelfingu lostin, byrjaði að hlaupa til baka en datt 5 metra niður af klettasyllu. Maðurinn kom á eftir henni og braut á henni kynferðislega þar sem hún lá bjargarlaus.

Villtist á Krabi

Hannah Gavios, sem er 23 ára, er frá New York en býr í Víetnam þar sem hún kennir börnum ensku. Hún ákvað að fara yfir til Tælands í frí en sama kvöld og hún kom til Krabi, eftir 16 klukkustunda ferðalag, villtist hún á eyjunni.

Í framhaldinu labbaði hún inn í túristabúð þar sem hún spurði til vegar. Starfsmaður í búðinni sagði að það væri of hættulegt fyrir hana að vera eina úti á þessum tíma sólarhrings og bauðst til að fylgja henni svo hún kæmist heilu og höldnu á hótelið sitt.

Hannah þáði boðið en maðurinn fór með hana inn í nærliggjandi skóg í stað þess að fylgja henni á umræddan stað.

Hún starfar sem enskukennari í Víetnam
Hannah er 23 ára Hún starfar sem enskukennari í Víetnam

Í samtali við Daily Mail segir Hannah,

„Ég hélt í alvöru að ég myndi deyja,“ í tengslum við þá skelfilegu atburðarás sem var í þann mun að hefjast.

Gerði allt nema að nauðga mér

Hannah segir að hún hafi ekki verið með góða tilfinningu fyrir manninum sem tók að sér að fylgja henni en ýtti henni frá sér þar sem hún var orðin svo gríðarlega þreytt og þráði ekkert frekar en að komast aftur á hótelið og undir sæng.

Hér er hann að sýna lögreglunni hvar árásin var gerð
Apai Ruengvorn, maðurinn sem réðst á Hönnuh Hér er hann að sýna lögreglunni hvar árásin var gerð

„Eftir að við vorum komin inn í skóginn spurði ég hann aftur og aftur hvort þetta væri örugglega rétta leiðin. Skyndilega stoppaði hann, reyndi að toga mig niður og rífa fötin utan af mér. Ég náði að lemja hann af mér og beit svo fast í eyrað á honum að það datt næstum því af.“

Þetta segir Hannah en eftir að hún náði að bíta hann sleppti maðurinn henni og Hönnuh tókst að flýja. „Ég byrjaði að hlaupa aftur til baka. En þar sem það var svarta myrkur úti tók ég ekki eftir því þegar ég hljóp fram af kletti.“

Hópur heimamanna kom Hönnuh á sjúkrahús
Lá alla nóttina áður en henni var bjargað Hópur heimamanna kom Hönnuh á sjúkrahús

Hannah slasaðist töluvert við fallið. Hún er með sprungu í bakinu og talsverða höfuðáverka. Hönnuh til mikillar skelfingar, Þar sem hún lá algjörlega bjargarlaus, birtist maðurinn aftur.

Í fyrstu hélt hún að hann ætlaði að hjálpa sér þar sem hann tók upp síma og virtist brugðið. „Á meðan snákar og önnur ógeðsleg skriðdýr löbbuðu yfir mig byrjaði hann að klæða mig úr fötunum, stóð yfir mér og fróaði sér. Hann nauðgaði mér ekki en gerði allt annað.“

Ætlar ekki heim

Hannah segir að hún hafi ekki vitað hvað hún ætti að gera. Snemma næsta morgun þegar það var orðið bjart aftur úti fór maðurinn og sótti aðstoð. Hún var í framahaldinu flutt á sjúkrahús í Bangkok þar sem hún mun dvelja áfram.

Foreldrar hennar eru komnir til Bangkok og ætla að vera hjá henni á meðan hún jafnar sig eftir þessa hrottalegu árás.

Maðurinn sem heitir Ruengvorn játaði á sig árásina og á yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur um að hafa beitt Hönnuh kynferðislegu ofbeldi.

„Þetta er ömurlegt. Núna tek ég bara einn dag í einu. Mig langar að vera áfram í Asíu og hlakka til að fara aftur til Víetnam að kenna ensku,“ segir Hannah að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi