fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Fróaði sér fyrir utan grunnskóla: Myndband náðist af manninum

Ísraelskur ferðamaður staðinn að verki við Vallaskóla á Selfossi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. september 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurlands varð í hádeginu í gær, mánudag, var við nakinn ferðamann í bíl fyrir utan Vallaskóla og íþróttahúsið Iðu á Selfossi. Nemendurnir urðu þess áskynja að ekki var allt með felldu og tóku upp stutt myndband af manninum. Á því sést að maðurinn var að stunda sjálfsfróun. Nemendurnir fóru með myndbandið til lögreglunnar. Lögreglan á Selfossi staðfestir við DV að hún hafi málið til athugunar og leitar nú að manninum.

„Við gómuðum barnaperra,“ sagði ungur maður í samtali við DV en myndbandið var tekið upp á samskiptaforritið Snapchat. Myndskeiðið var tekið upp af stúlku sem er undir lögaldri en hún var á ferð með félögum sínum í matarhléi þegar þau komu auga á manninn. Samkvæmt heimildum DV hafa allnokkrir nemendur við Fjölbrautaskólann séð umrætt myndband.

Bíllinn sem um ræðir er í eigu ónefndrar bílaleigu í Reykjavík. Starfsmaðurinn bílaleigunnar segir við DV að um ferðamann frá Ísrael sé að ræða. Hann hafði á mánudag haft bílinn í sex daga. Starfsmaðurinn segir í samtali við DV að þetta sé eitt það skrýtnasta sem á hans borð hafi komið.

„Við erum bara að leita að honum,“ segir lögreglan á Selfossi um framgang málsins sem hún lítur mjög alvarlegum augum. „Við vitum hver kappinn er.“ Lögreglan gerir ráð fyrir að finna manninn. „Þetta er náttúrlega eitthvað sem við líðum ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“