fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Rangur fiskur borinn fram á íslenskum veitingastöðum

Skötuselur reyndist vera keila – Þorskurinn var í raun langa

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 5. september 2016 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki virðist hægt að ganga út frá því að maður fái þann fisk sem maður pantar á veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Sú er að minnsta kosti raunin ef marka má rannsókn MATÍS sem Morgunblaðið fjallar um í dag.

Af þeim 50 sýnum sem tekin voru af íslenskum veitingastöðum sýndu ellefu þeirra að ekki reyndist vera um þá fisktegund að ræða sem pöntuð hafði verið af matseðli. Sýnin voru tekin af tuttugu og tveimur veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og þau síðan erfðagreind.

Svo virðist vera sem ekki sé alltaf hægt að skella skuldinni á veitingamenn að sögn Jónasar R. Viðarssonar, fagstjóra hjá MATÍS. „Það er oft sem veitingamenn eru í góðri trú um að þeir séu að bjóða upp á það sem er á matseðli þó að raunin sé önnur,“ segir Jónas.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að fimm af þessum ellefu sýnum hafi snúið að túnfiski. Í tveimur tilfellum hafi verið boðið upp á guluggatúnfisk í stað bláuggatúnfisks sem er margfalt dýrari og var tilgreindur á matseðli. Þá var í þremur tilfellum langa á boðstólnum í stað þorsks. Þá kom upp tilfelli þar sem borin var fram keila í stað skötusels.

Í frétt Morgunblaðsins er sagt frá spaugilegu atviki í mötuneyti starfsmanna MATÍS. Boðið var upp á það sem menn töldu að væri þorskur en við nánari skoðun reyndist vera um löngu að ræða. „Matráðurinn hjá okkur stóð í þeirri trú að hann væri með þorsk. Þetta sýnir að alls ekki er alltaf hægt að skella skuldinni á veitingahúsið. Þetta virðist gerast víðsvegar í keðjunni, hvort sem það er að yfirlögðu ráði eða ekki,“ segir Jónas í fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Í gær

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“