fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ríkisendurskoðun kaupir nýjan jeppa

Lítið ekinn Land Cruiser settur á sölu – Nýr Hyundai Santa Fe keyptur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. september 2016 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun hefur fest kaup á nýjum 7,3 milljóna króna Hyundai Santa Fe-jeppa sem samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er notaður af starfsmönnum þegar þeir þurfa að sinna vinnutengdum erindum. Fyrir átti stofnunin Land Cruiser GX-jeppa sem keyptur var nýr árið 2006 og er aðeins ekinn tæpa 76 þúsund kílómetra. Land Cruiser-jeppinn hefur nú verið settur á sölu af Ríkiskaupum, þar sem hann verður seldur hæstbjóðanda á bílauppboði.

Nýr Hyundai Santa Fe-jeppi kostar hjá umboðinu á Íslandi í dag á bilinu 6,9 til 8,6 milljónir króna. En hafa ber í huga að við kaup ríkisins á bifreiðum í gegnum örútboð fæst að jafnaði ágætur afsláttur og hagstæðara verð en almenningi stendur til boða. Nýi jeppinn, sem er með 200 hestafla dísilvél og sjálfskiptur, kostaði 7.350 þúsund krónur. Var hann nýskráður á Ríkisendurskoðun þann 5. júlí síðastliðinn.

Svona kaupa ríkisstofnanir bíla

Til að kaupa nýja bifreið þarf viðkomandi stofnun eða ríkisfyrirtæki að fylla út umsókn til Bílanefndar ríkisins þar sem koma þarf fram meðal annars lýsing á hlutverki og þörfum, áætlaður akstur á ári og óskir um sérbúnað og aukabúnað.

Þegar væntanlegir kaupendur hafa fengið heimild hjá Bílanefnd ríkisins til bílakaupa efna kaupendur til örútboðs um þær bifreiðar sem kaupa skal. Í kjölfar örútboðs, þar sem leitað er skriflegra tilboða meðal samningshafa þar sem besta tilboðið, á grundvelli þeirra krafna og óska sem gerðar voru, sendir kaupandi inn pöntunarbeiðni til Ríkiskaupa. Ríkiskaup panta síðan bifreiðina fyrir viðkomandi stofnun eða ríkisfyrirtæki sem skráð verður fyrir bifreiðinni. Ríkiskaup sér síðan um að selja gömlu bifreiðina, sem gert er í samstarfi við Bílauppboð.is.

Selja

Toyota Land Cruiser-jeppinn, sem seldur verður upp í kaupverðið á nýja jeppanum, er nú auglýstur til sölu á vefnum Bílauppboð.is. Í auglýsingunni kemur fram að jeppinn sé nýlega kominn úr skoðun hjá Toyota þar sem bremsur voru yfirfarnar og endurnýjaðar. Jeppinn er aðeins ekinn tæpa 76 þúsund kílómetra sem verður að teljast lítið miðað við tíu ára gamlan bíl, eða aðeins 7.600 kílómetra á ári. Samkvæmt ársskýrslu Ríkisendurskoðunar, fyrir árið 2015, nam kostnaður stofnunarinnar vegna jeppans á síðasta ári 378 þúsund krónum. Munaði þar mestu um bensín og olíukostnað sem nam 179 þúsund krónum, opinber gjöld og tryggingar sem námu 132 þúsund krónum en 65 þúsund krónur fóru í viðgerðir og viðhald. Bíll Ríkisendurskoðunar virðist því tiltölulega lítið notaður ár hvert.

Land Cruiser 120 GX-jeppi Ríkisendurskoðunar hefur verið settur á sölu.
Gamli settur á sölu Land Cruiser 120 GX-jeppi Ríkisendurskoðunar hefur verið settur á sölu.

Mynd: Bílauppboð.is

Of langt í lægsta tilboðið

Samkvæmt heimildum DV var lægsta tilboðinu í örútboði Ríkisendurskoðunar ekki tekið. Ástæðan var sú að í útboðslýsingu var gerð krafa um afhendingu innan 10 vikna að hámarki. En lægsta tilboðið, sem var Subaru Outback-bifreið á tæpar 6,4 milljónir, var með 16 vikna afhendingartíma sem uppfyllti ekki skilyrði stofnunarinnar. Var því komist að þeirri niðurstöðu að hagstæðustu kaupin væru Santa Fe-jeppinn, sem þó var tæpri einni milljón króna dýrari. Sú staðreynd er athyglisverð í ljósi hlutverks Ríkisendurskoðunar sem meðal annars er að stuðla að umbótum í fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár.

Auk ítarlegrar umfjöllunar um bifreiðakaup ráðuneytanna að undanförnu upplýsti DV einnig um kaup ríkisstofnananna Byggðastofnun og Viðlagatrygging Íslands á nýjum jeppum fyrir forstöðumenn sína fyrr á þessu ári. Þeir jeppar voru hluti af starfskjörum forstjóra Byggðastofnunar annars vegar og framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar hins vegar. En samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun er það ekki tilfellið þar á bæ. Hyundai Santa Fe-jeppinn ku ekki vera hluti af starfskjörum Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“