fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar Nelson í aðalbardaga kvöldsins í UFC Belfast

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. september 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjölnismaðurinn Gunnar Nelson mætir Kóreubúanum Dong Hyun „Stun Gun“ Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu sem fer fram í Belfast 19. nóvember næstkomandi.

Í tilkynningu kemur fram að Kim sem er nr. 10 á heimlistanum í veltivigt, tveimur sætum ofar en Gunnar, sé í dag talinn besti bardagamaður frá Asíu en hann hefur verið atvinnumaður í MMA í rúm 12 ár. Er hann með 21 sigur og aðeins 3 töp á ferlinum. Hafa töpin þrjú öll komið gegn bestu mönnum heims í veltivigt, núverandi UFC meistara, fyrrverandi UFC meistara og Demian Maia sem af mörgum er talinn eiga heimtingu á næsta titilbardaga.

„Gunnar er afar spenntur fyrir því að mæta þessum öfluga bardagamanna fyrir fram írsku áhorfendurnar enda nýtur hann mikils stuðnings á Írlandi eins og þekkt er,“ segir Haraldur Dean Nelson framkvæmdastjóri Mjölnis og umboðsmaður Gunnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“