fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Fréttir

Margrét Gauja: „Að eiga börn á Íslandi er ógeðslega dýrt“

Haustið kallar á gríðarleg fjárútlát hjá barnafjölskyldum – „Á ekki að vera tímabil sem einkennist af álagi og stöðugum áhyggjum“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að eiga börn á Íslandi er ógeðslega dýrt og fyrir marga ekki gerlegt nema með utan að komandi hjálp. Ég og eiginmaður minn erum háskólamenntuð og eigum því að flokkast sem svona ágætlega sett fólk en ég skal fúslega viðurkenna það hér, ég get ekki leyft þeim allt það sem ég myndi kjósa að veita þeim,“ segir Mar­grét Gauja Magnús­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi í Hafnarfirði og varaþingmaður. Í pistli sem birtist á Eyjunni á dögunum gerir hún „haustkvíðann“ svokallaða að umfjöllunarefni.

Margrét segir að eftir að hún sjálf varð foreldri tveggja grunnskólabarna og eins framhaldsskólanemanda hafi hún skilið hvers vegna foreldrar hennar voru „alltaf nett teygð, toguð og stressuð á haustin“ vegna gríðarlega fjárútláta.

„Að kaupa ritföng, skólatösku, regngalla, kuldagalla, föt, æfingarföt, borga íþróttagjöld, keppnisferðir, takkaskór, borga tónlistarnám, kaupa bækur fyrir tónó, afmæli, hollan mat, hádegismat í skóla, frístundarheimilið, gríðarlegan bókarkostnað fyrir framhaldsskóla, fartölvu, skólagjöld, klæðnaður og gaman væri að reikna inní þetta tekjutapið við að fara í fæðingarorlof og dráttarvextirnir af yfirdráttaheimildunum sem voru teknar til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með gríðarlega háum kostnaði við að vera með barn hjá dagforeldri, sé ekki minnst á leikskólagjöld, sem eru býsna há miðað við meðaltekjur einstaklinga.

Fyrir utan gríðarlega hátt bensínverð, matarkostnað og húsnæðisverð sem bara hækkar og hækkar og hækkar.“

Þá bendir Margrét á að samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands eru barnafjölskyldur þær skuldsettustu af öllum.

„Við getum gert svo miklu betur, við höfum margar leiðir til þess t.d að gera grunnskólann algerlega gjaldfrjálsan, ritföng og mat, að auka niðurgreiðslur til íþrótta- og tómstundariðkunar, að lækka gjaldskrár tónlistarskóla, að gera barnabætur þannig að við getum keppt við hin Norðurlöndin þegar að þeim kemur, að bæta húsnæðismarkaðinn og vera stanslaust vakandi yfir því hvernig þessum hóp vegnar,“ ritar hún jafnframt og bætir við að þannig fá öll börn jöfn tækifæri á því að blómstra og vera þau sjálf, óháð efnahag foreldra sinna.

Hér má lesa pistil Margrétar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eden var rekin fyrir að standa sig ekki nógu vel – Hafnaði boði vaktstjóra að fara „inn í svefnherbergið að ræða málin“

Eden var rekin fyrir að standa sig ekki nógu vel – Hafnaði boði vaktstjóra að fara „inn í svefnherbergið að ræða málin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Klessukeyrði bíl í eigu konu á bílastæði Kringlunnar – Konan fann hann ónýtan mánuði seinna heima á heimili hans

Klessukeyrði bíl í eigu konu á bílastæði Kringlunnar – Konan fann hann ónýtan mánuði seinna heima á heimili hans
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reykjavíkurborg varar við netsvindli – Netglæpamenn þykjast bjóða hálfs árs fría áskrift hjá Strætó

Reykjavíkurborg varar við netsvindli – Netglæpamenn þykjast bjóða hálfs árs fría áskrift hjá Strætó
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn í Nýbýlavegsmálinu – Móðirin sakfelld og fær þungan dóm

Dómur fallinn í Nýbýlavegsmálinu – Móðirin sakfelld og fær þungan dóm
Fréttir
Í gær

Íslendingar bregðast við sigri Trumps: Á algjörum bömmer – „Trump will FIX it. Takk.“

Íslendingar bregðast við sigri Trumps: Á algjörum bömmer – „Trump will FIX it. Takk.“
Fréttir
Í gær

Lýsir þjáningum Þorsteins sem tók verðtryggt lán árið 2004 – „Lánið bara hækk­ar og hækkar“

Lýsir þjáningum Þorsteins sem tók verðtryggt lán árið 2004 – „Lánið bara hækk­ar og hækkar“
Fréttir
Í gær

Þórður bendir á holan hræðsluáróður, svikin loforð og örvæntingu Bjarna – „Þess í stað er hann farinn að skera út grasker“

Þórður bendir á holan hræðsluáróður, svikin loforð og örvæntingu Bjarna – „Þess í stað er hann farinn að skera út grasker“
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári hundfúll eftir úthlutun fjölmiðlastyrkjanna – „Þetta er í raun brandari, frekar steiktur“

Gunnar Smári hundfúll eftir úthlutun fjölmiðlastyrkjanna – „Þetta er í raun brandari, frekar steiktur“
Fréttir
Í gær

Langflestir Íslendingar styðja Kamölu Harris – Stuðningur kjósenda Miðflokksins vekur athygli

Langflestir Íslendingar styðja Kamölu Harris – Stuðningur kjósenda Miðflokksins vekur athygli