fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Menningarnótt í hjarta Reykjavíkur

Kristín Clausen
Föstudaginn 19. ágúst 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarnótt 2016 verður sett í Grjótaþorpinu á morgun, laugardaginn 20. ágúst kl. 12.30. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson setur hátíðina í Álfasteinsgarði Grjótaþorps við lúðrablástur tónleikasveitar frá Þýskalandi.

Grjótaþorp – Hjarta Reykjavíkur

Í framhaldinu verður gengið eftir Mjóstræti, þar sem innsetning hljóðs og myndar birtist í húsagluggum. Stefnan verður síðan sett á veitingastaðinn Stofuna við Vesturgötu 3, þar sem viðamikil ljósmyndasýning Jónu Þorvaldsdóttur verður opnuð undir yfirskriftinni, Grjótaþorp – Hjarta Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hugmyndasmiður og listrænn stjórnandi opnunaratriðsins er Sverrir Guðjónsson. Eftir setningu Menningarnætur tekur við afar fjölbreytt dagskrá með hátt í 300 ókeypis viðburðum um alla miðborgina.

Margir af stærstu skipuleggjendum viðburða á Menningarnótt fagna stórafmæli í ár og eru af því tilefni með afar veglega dagskrá. Reykjavíkurborg er 230 ára og Ísafjarðarbær sem er gestasveitarfélag Menningarnætur í ár er 150 ára.

Tónaflóð og garðpartý

Af því tilefni verða Ísfirðingar með viðburði í Ráðhúsinu og helstu tónlistarmenn Ísafjarðar koma fram í lokaatriði Tónaflóðs Rásar 2. RÚV fagnar fimmtíu ára afmæli í ár og Bylgjan verður þrjátíu ára.

Tónaflóð Rásar tvö á Arnarhóli og garðpartý Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum eru því sérlega glæsileg í ár. Harpa er fimm ára í ár og verður með mikla dagskrá í tilefni af því. Grandasvæðið er áherslusvæði Menningarnætur í ár og þar verður fjöldi áhugaverðra og óvæntra viðburða í boði og áhersla lögð á að fólk komist vel leiðar sinnar. Dagskrá og nánari upplýsingar eru á www.menningarnott.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar