fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Sigurður Einarsson hefur störf hjá Virtus

Framkvæmdastjóri Virtus er stjórnarformaður félagsins sem á sumarhús sem Sigurður lét reisa í Norðurárdal

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 22. júlí 2016 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, hefur hafið störf hjá Virtus – Bókhald og ráðgjöf. Sé heimasíða fyrirtækisins skoðuð má sjá nafn Sigurðar meðal starfsmanna fyrirtækisins og tilheyrir hann deildinni „Bókhald og ráðgjöf“. Samkvæmt heimildum DV hóf Sigurður störf hjá Virtus fyrir tæpum þremur mánuðum. Framkvæmdastjóri Virtus, Þorkell Guðjónsson, er einnig framkvæmdastjóri félagsins Rhea ehf. sem eignaðist sumarhús sem Sigurður byggði í Norðurárdal í Borgarfirði. Hann er ánægður með liðstyrkinn sem felst í komu Sigurðar til Virtus. „Hann er hokinn af reynslu og nýtist vel í innra starfi sem og í ráðgjöf til viðskiptavina,“ segir Þorkell.

Framkvæmdastjóri Virtus er stjórnarformaður félagsins sem á sumarhús sem Sigurður lét reisa í Norðurárdal. Leynd hvílir yfir raunverulegum eiganda fyrirtækisins.
Þorkell Guðjónsson Framkvæmdastjóri Virtus er stjórnarformaður félagsins sem á sumarhús sem Sigurður lét reisa í Norðurárdal. Leynd hvílir yfir raunverulegum eiganda fyrirtækisins.

Dvelur á Vernd

Eins og alþjóð veit var Sigurður dæmdur í fjögurra ára fangelsi í svokölluðu Al-Thani máli. Eftir að hafa lokið eins árs afplánun á Kvíabryggju fékk hann heimild, á grundvelli nýlegra lagabreytinga um fullnustu refsinga, til þess að vera fluttur á áfangaheimilið Vernd við Laugateig í Reykjavík. Þangað var Sigurður færður þann 7. apríl síðastliðinn og stuttu síðar hóf hann störf hjá Virtus. Samkvæmt reglum um afplánun á Vernd mun Sigurður dvelja á Vernd í fimm mánuði en síðan mun hann afplána dóm sinn á heimili sínu undir rafrænu eftirliti. Ekki sér fyrir endann á Al-Thani málinu því nýverið óskaði Mannréttindadómstóll Evrópu eftir svörum frá yfirvöldum við nokkrum spurningum er varða málsmeðferðina. Bréfið var sent innanríkisráðuneytinu hinn 20. júní síðastliðinn og fá stjórnvöld frest til 10. október til þess að svara fjórum spurningum.

Eignarhaldi sumarhússins umdeilda er haldið leyndu. Nú er hins vegar ljóst að lokafrágangur þess var fjármagnaður með aflandskrónum.
Veiðilækur Eignarhaldi sumarhússins umdeilda er haldið leyndu. Nú er hins vegar ljóst að lokafrágangur þess var fjármagnaður með aflandskrónum.

Sumarhúsið umdeilda

Sigurður var úrskurðaður gjaldþrota 23. september í fyrra og var lýst kröfum í þrotabú hans upp á 250 milljarða króna. Aðeins fengust 0,02% upp í þær kröfur eða 38,3 milljónir. Sigurður hefur látið hafa það eftir sér að í hans huga séu þetta „bullkröfur sem aldrei fást greiddar“. Í samtali við DV í byrjun þessa árs sagði hann að kröfurnar sem tiltekin félög og bankar lýstu í þrotabúið séu ekki raunverulegar skuldir hans við þá. „Meginmálið í þessu er að skiptastjóri tekur ekki afstöðu til réttmætis þessara krafna og það segir allt sem segja þarf.“

Fékk krónur á afslætti til að ráðast í framkvæmdir á sumarhúsinu

Í byrjun aprílmánaðar árið 2012 kom eignarhaldsfélagið Jabb á Íslandi, eigandi að félaginu sem fer með eignarhald á sumarhúsinu sem Sigurður Einarsson byggði í Borgarfirði, með rúmlega 387 milljónir til landsins í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Í samtali við DV segir Þorkell Guðjónsson, stjórnarformaður Jabb á Íslandi, að peningarnir hafi farið í „að greiða upp skuldir og ljúka framkvæmdum á húsinu.“

Með fjárfestingaleið Seðlabankans, sem lauk í ársbyrjun 2015, var fjárfestum boðið að koma með erlendan gjaldeyri til landsins, skipta honum í krónur, og fjárfesta til lengri tíma hér á landi. Gulrótin fyrir þá sem tóku þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans sem voru haldin í tengslum við fjárfestingaleiðina var að þeim bauðst að jafnaði að fá um 20–30% afslátt af krónunum miðað við skráð gengi Seðlabankans.

Ein fyrrverandi eigna Sigurðar hefur fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun en það er 850 fermetra sumarhús sem hann byggði í Norðurárdal í Borgarfirði. Húsið var um margra ára skeið skráð í eigu Veiðilækjar ehf. sem var í 100% eigu Sigurðar. Á fyrri hluta ársins 2012 afsalaði Sigurður sér fyrirtækinu og þar með húsinu til nýrra eigenda sem tóku fyrirtækið Veiðilæk ehf. yfir og breyttu nafni þess í Rhea ehf. Eigandi Rhea er fyrirtækið Jabb á Íslandi ehf. sem er síðan í eigu lúxemborgska félagsins Jabb S.A. Stjórnarformaður íslensku félaganna er áðurnefndur Þorkell Guðjónsson.

Leynd yfir raunverulegum eiganda

Í samtali við DV segist Þorkell vera bundinn trúnaði um hver sé eigandi lúxemborgska félagsins en í nýlegri frétt RÚV kom fram að félagið væri í eigu annars félags í Lúxemborg, Sahos. Það félag virðist hafa orðið gjaldþrota sumarið 2014. Stofnandi þess félags var endurskoðandinn Jean-Marc Faber en samkvæmt heimildum RÚV sérhæfir hann sig í að stofna og halda utan um rekstur og bókhald fyrirtækja fyrir aðra. Tilefni fréttarinnar var að Sigurður hótaði að berja vegfaranda sem átti leið hjá húsinu með orðunum: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig“. Talsmaður Sigurðar, Freyr Einarsson, fullyrti að vegfarandinn hefði farið inn á lóðina í leyfisleysi. Aðspurður sagði hann að Sigurður, sem var í fylgd Ólafs Ólafssonar, fjárfestis og aðaleiganda Samskipa, væri að fylgjast með húsinu fyrir vin sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Í gær

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt