fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Ingibjörg í ársleyfi frá Seðlabankanum

Framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits í nám við Harvard

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. júlí 2016 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, hefur nýlega farið í leyfi frá störfum sínum hjá bankanum þar sem hún er á leið í framhaldsnám. Áætlað er að Ingibjörg snúi aftur til starfa eftir eitt ár en hún mun á næstu vikum hefja meistaranám í opinberri stjórnsýslu (MPA) við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Rannveig Júníusdóttir mun gegna starfi Ingibjargar á meðan hún er í leyfi.

Ingibjörg hefur stýrt starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans allt frá árinu 2009, fyrst sem forstöðumaður en síðar sem framkvæmdastjóri eftirlitsins. Áður en Ingibjörg tók til starfa hjá Seðlabankanum hafði hún starfað sem lögfræðingur hjá Straumi fjárfestingabanka. Ingibjörg átti meðal annars sæti í framkvæmdahópi stjórnvalda um afnám fjármagnshafta sem var komið á fót í ársbyrjun 2015 en áætlun hópsins var kynnt í Hörpu í júní síðar það ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“