fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ingibjörg í ársleyfi frá Seðlabankanum

Framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits í nám við Harvard

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. júlí 2016 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, hefur nýlega farið í leyfi frá störfum sínum hjá bankanum þar sem hún er á leið í framhaldsnám. Áætlað er að Ingibjörg snúi aftur til starfa eftir eitt ár en hún mun á næstu vikum hefja meistaranám í opinberri stjórnsýslu (MPA) við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Rannveig Júníusdóttir mun gegna starfi Ingibjargar á meðan hún er í leyfi.

Ingibjörg hefur stýrt starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans allt frá árinu 2009, fyrst sem forstöðumaður en síðar sem framkvæmdastjóri eftirlitsins. Áður en Ingibjörg tók til starfa hjá Seðlabankanum hafði hún starfað sem lögfræðingur hjá Straumi fjárfestingabanka. Ingibjörg átti meðal annars sæti í framkvæmdahópi stjórnvalda um afnám fjármagnshafta sem var komið á fót í ársbyrjun 2015 en áætlun hópsins var kynnt í Hörpu í júní síðar það ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum