fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fréttir

Hræðilegar aðstæður 100 katta í vatns- og hitalausu húsi

Eigandinn hafði gott eitt í huga en missti stjórn á ástandinu – Átti hvorki fyrir mat né öðrum gjöldum

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2016 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnið hefur verið að björgum um 100 katta úr ömurlegum aðstæðum síðustu mánuði. Það er dýraverndunarfélagið Villikettir sem hefur haft frumkvæði að björguninni en nú þegar hefur um helmingur kattanna verið fjarlægður af heimilinu en hinir dveljast þar enn. Eigandi kattanna hafði gott eitt í huga þegar hann hóf að halda dýrin og taldi sig vera að bjarga þeim. Líklega hafi eigandinn haldið nokkra ógelda ketti sem síðan hafi fjölgað sér hratt. Hann hafði hvorki efni á mat né var rennandi vatn og hiti í húsinu. Kettirnir fengu einstaka sinnum hafragraut. [Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu í dag.]( http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/07/12/hundrad_kottum_haldid_i_tveggja_haeda_husi/]

Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað með velferð villikatta í hug en greip inn í þessar sérstöku aðstæður þegar eigandi kattanna hafði samband við félagið. Morgunblaðið hefur eftir forsvarsmönnum félagsins, Olgu Perlu Nielsen, Arndísi Kjartansdóttur og Maríu Kristu Heiðarsdóttur, að aðkoman hafi verið áfall og að aðstæður kattanna hafi verið skelfilegar. Sumir kettirnir hafi auðsýnilega aldrei komið út undir bert loft og verið óvanir mönnum. „Í kjallaranum voru aðstæður mjög slæmar, saur um öll gólf og lyktin svo svakaleg að mann sveið í augun og nefið,“ hefur Morgunblaðið eftir Arndísi.

Félagið hefur staðið í ströngu undanfarið við að koma köttunum undir læknishendur og fara með mat og sand fyrir kettina sem enn dvelja í húsinu. Þrátt fyrir að allir kettirnir hafi verið með niðurgang og þjáðst af þurrki og vannnæringu þá hafi aðeins þurft að lóga einu fressi, enn sem komið er. Nánar má lesa um málið í frétt Morgunblaðsins.

Dýraverndunvarfélagið Villikettir hefur staðið í ströngu undanfarið en skemmst er að minnast fréttar DV nýlega þar sem sex köttum var kastað í grenndargám eins og hverju öðru sorpi. Þá stigu félagsmenn fram og tóku kettina undir sinn verndarvæng og leituðu að framtíðarheimili fyrir þá. Þessi starfsemi kostar eðlilega talsvert fé eins og Morgunblaðið hefur eftir formanni félagsins. „Fé­lagið okk­ar er ein­fald­lega uppiskroppa með fjár­magn og úrræði vegna þessa máls og því get­um við ekki tekið fleiri þótt við fegn­ar vild­um,“ segir Olga. Kattavinir geta lagt hönd á plóg og styrkt starfsemina með frjálsum framlögum. Reikningsnúmerið er 0111-26-73030 og kennitala félagsins er 710314-1790.

Hér má skoða tvö myndbönd af Facebook-síðu Villikatta þar sem tveir skjólstæðingar félagsins eru greinilega frelsinu fegnir:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Í gær

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Jimmy Carter látinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár