Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp klukkan hálf eitt í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að bíl hafði verið ekið á ljósastaur. Þegar óskað var eftir skýringum á slysinu kom í ljós að bílstjórinn hafði misst sígarettu á gólfið. Sagðist hann hafa litið af veginum í skamma stund og þá ekið á staurinn.
Á Hafnarfjarðarvegi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi var bifhjól stöðvar á Hafnarfjarðarvegi. Mældist það á 157 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80.
Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var hann ekki með réttindi til að aka hjólinu.