fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Tapsárir Ítalir hæðast að íslenskri þjóðhetju: Gera grín að holdarfari Eiríks og saka hann um svindl

Sakar WOW Cyclothon um svindl: „Ég veit að ég vann“

Auður Ösp
Mánudaginn 20. júní 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit að ég vann WOW Cyclothon keppnina þó svo að ég hafi „aðeins“ endað í öðru sæti,“ segir ítalski ofurhjólreiðamaðurinn Omar Di Felice sem á dögunum lenti í öðru sæti í einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Sigurvegari keppninnar í ár er Eiríkur Ingi Jóhannsson sem varð þjóðhetja á einni nóttu eftir að hann komst lífs af úr alvarlegu sjóslysi. Sakar Omar Eirík Inga um að hafa unnið keppnina með svindli og gagnrýnir fyrirkomulag keppninar. Ekki nóg með það, þá hafa fjölmargir aðdáendur ítalska ofurhjólreiðamannsins tekið sig saman og úthúða Eiríki á Facebooks-síðu ítalska kappans sem og á Facebook-síðu WOW Cyclothon. Þar er meðal annars gert lítið úr holdarfari Eiríks og hann sagður feitur.

Þjóðhetja sigrar í þriðju tilraun

Mynd: Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sjö einstaklingar skráðu sig til keppni í einstaklingskeppni WOW Cyclothon í ár er það metþátttaka í þessum flokki. Keppnin er afar glæsileg, á heimsmælikvarða og þá hafa hjólreiðamenn lagt sitt að mörkum til að hjálpa börnum og unglingum með því að safna áheitum. Framkoma Ítalans og aðdáenda hans hafa varpað skugga á keppnina í ár, sá skuggi er kannski ekki stór, frekar til minnkunar fyrir Omar og aðdáendur hans. Omar Di Felice er einn fremsti hjólreiðamaður Ítala en hann leggur áherslu á mjög langar vegalengdir og hefur unnið keppnir á borð við ítalska meistaramótið í hjólreiðum og Race Across Italy.

Eiríkur Ingi tók þátt í einstaklingsflokki í þriðja skiptið nú í ár, en árið 2014 var hann í þriðja sæti, árið 2015 var hann í öðru og fór sem fyrr segir með sigur af hólmi í ár. Eirík Inga þekkja flestir Íslendingar en hann varð landsfrægur eftir að hann lýsti hrikalegum sjóskaða sem hann lenti í nærri ströndum Noregs árið 2012 í þætti Kastljós. Eiríkur missti þá þrjá góða félaga, þá Gísla Garðarsson, Einar G. Gunnarsson og Magnús Þórarinn Daníelsson. Það var talið sannkallað kraftaverk að hann hafi lifað af.

Omar sakar Eirík um svindl

Í tveimur harðorðum pistlum á Fésbókarsíðu sinni fullyrðir Omar að Eiríkur hafi haft of margar fylgdarbifreiðar, þar af hafi ein af þeim hafi njósnað um sig og truflað lið sitt. Fullyrðir hann að fylgdarbílar keppinautarins hafi fylgst með ferðum dómara á brautinni og gætt þess að hafa allt samkvæmt reglum þegar þeir sáu til.

Þá sakar hann Eirík um að hafa á einum tímapunkti horfið upp á hæðina fyrir ofan Vík í Mýrdal og „teikað“ fylgdarbíl eða þá farið upp í hann. Þá sakar hann Eirík um að hafa ítrekað hjólað í svokölluðu kjölsogi (drafting) og á þar við þegar hjólreiðamaður hangir aftar í öðrum til að spara orku og auka hraða. Þá segir hann stjórn keppninnar hafa tekið mark á athugasemdum hans en látið 2 mínútna tímavíti nægja fyrir það sem Ómar kallar „ósanngjarna keppni.“

Keppnisstjórn fór yfir málið

Gísli Ásgeirsson rithöfundur, þýðandi og hjólreiðagarpur tók þátt í keppninni með liði sínu Skattur og bókhald. Segir Gísli að Ítalinn fái góðar undirtektir frá sínum aðdáendum sem geri lítið úr skipuleggjendum og Eiríki. Þá hafa ítalskir fjölmiðlar tekið málið upp á sína arma og segir Gísli nauðsynlegt að bregðast við. Hann skrifar ýtarlega um málið á heimasíðu sinni, sjá hér. WOW Cyclothon sendi frá sér yfirlýsingu sem Gísli birti á sinni síðu:

„Keppnisstjórn fór vel og vandlega yfir ásakanir Omars og fann ekkert þeim til staðfestingar. Ekkert bendir til nýtingar á kjölsogi og ökuriti sýnir að meint brot í Vík á ekki við rök að styðjast. Eiríkur er réttmætur sigurvegari í einstaklingsflokki í ár.“

Hæðst að holdafari Eiríks

Eiríkur Ingi í hörkuformi
Eiríkur Ingi í hörkuformi

Á Fésbókarsíðu Omars hafa landar hans keppst við að stappa í hann stálinu. Þá taka þeir undir þær fullyrðingar að hann sé „hinn sanni sigurvegari“. Þá eru nokkrir netverjar sem nota tækifærið og hæðast að holdafari Eiríks Inga; kalla Eirík mörgæs og „Michellin man.“

Omar stefnir á að koma aftur hingað til lands að ári til að reyna vinna titilinn. Ljóst er hinsvegar að Eiríkur vann mikið afrek með því að sigra þennan fræga hjólreiðamann sem sótti nokkuð hart að honum á lokametrunum. Eiríkur sagði skömmu eftir að hafa hjólað yfir endalínuna:

„Maður er ekki búinn að vinna fyrr en maður er kominn í mark.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“