fbpx
Þriðjudagur 19.nóvember 2024
Fréttir

„Hann er að koma. Ég mun deyja“

Omar Mateen var rekin áfram af hatri – Símarnir sem lágu við líkin hringdu stöðugt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. júní 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símarnir hringdu stöðugt á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á meðan starfsmenn rannsóknardeildar lögreglunnar voru að störfum. Hljóðin voru ærandi, enda vissi lögreglan hverjir voru að hringja – dauðhræddir ástvinir að leita frétta af sínu fólki.

Símarnir tilheyrðu þeim sem höfðu látið lífið í skotárásinni, þeirri umfangsmestu í sögu Bandaríkjanna. Lögreglan þurfti að finna leið til þess að sinna starfi sínu, enda mikið verk fyrir höndum áður en hægt væri að svara þeim sem biðu á hinni línunni.

Hvað er vitað?

Omar Mateen, 29 ára Bandaríkjamaður af afgönskum uppruna, gekk inn á Pulse, klúbb fyrir samkynhneigða í Orlando í Flórída á laugardagskvöld vopnaður tveimur skotvopnum. Hann særði 53 og myrti 50 einstaklinga.

Misvísandi fréttir hafa borist af því hvort Mateen var á vegum Íslamska ríkisins (ISIS) eða hvort að óbeit hans á samkynhneigðum og hinsegin fólki hafi verið uppspretta árásarinnar. Hann var ekki á lista bandarískra stjórnvalda yfir grunaða öfgamenn eða hryðjuverkamenn en hafði engu og síður verið yfirheyrður árið 2013 af FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, og aftur árið 2014. FBI telur hann nú hafa tengst hryðjuverkasamtökum og hafa „hallast að“ trúarofstæki.

Faðir hans segir að Mateen hljóti að hafa geymt „hatur í brjósti sínu,“ og segist ekki hafa áttað sig á því hvernig syni hans leið. Það sem mun hafa farið svo fyrir brjóstið á Mateen voru tveir samkynhneigðir menn sem hann sá kyssast á Miami í Flórída nokkru fyrir árásina. Mateen, sem var kvæntur og faðir ungs drengs, er lýst af vinum og kunningjum sem ofbeldisfullum einfara. Hann er sagður hafa beitt fyrrverandi eiginkonu sína líkamlegu ofbeldi.
Mateen var vopnaður skammbyssu og riffli. Hann keypti vopnin í síðustu viku og virðist, eins og svo margir aðrir, hafa haft greiða leið að vopnunum.

Þar sem ástæður árásarinnar liggja ekki fyrir að öllu leyti er enn ekki hægt að slá föstu hvort hún hafi verið runnin undan rifjum bandarísks ríkisborgara sem starfaði einn eða framkvæmd í nafni alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Svo virðist sem Mateen hafi verið rekin áfram af einhvers konar blöndu af trúarofstæki og hatri á hinsegin fólki. Faðir hans segir að hatur hafi rekið hann áfram, en liðsmenn ISIS segja hann hafa verið á þeirra vegum.

„Hann er að koma“

Margir brugðu skjótt við og gáfu blóð, sem sárvantaði í Orlando. Bann við blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna varð þó til þess að fólk sem tengdist fórnarlömbunum gat ekki gefið blóð.

Eddie Justice var endurskoðandi sem bjó í miðborg Orlando. Hann faldi sig á salerni skemmtistaðarins og sendi móður sinni, Minu Justice, skilaboð á símanum sínum. „Mamma, ég elska þig,“ voru fyrstu skilaboðin. Hann sendi henni svo upplýsingar um að hann væri á skemmtistað þar sem skotárás ætti sér stað. „Lokaður af inni á salerni,“ skrifar hann. „Hringdu í þau mamma,“ sendi hann og stuttu seinna, „Núna.“ Móðir hans svaraði honum nokkrum sinnum, reyndi sjálf að hringja í hann og fékk svo skilaboðin. „Hann er að koma. Ég mun deyja.“ Minnie fékk ekki svar eftir það.

Christopher Hansen var að skemmta sér á Pulse. Hann segir að þetta hafi verið eins og að vera á byssuæfingasvæði. „Allt sem maður heyrði var „boom“ og „bang bang“. Ég held að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað var í raun að gerast þar til það sá aðra falla til jarðar alblóðuga og heyrði fólk öskra.“

Jackie Smith segir að fólk hafi ekki getað gert neitt, árásarmaðurinn var enda með riffil. Það átti því enga undankomuleið. „Ég reyndi bara að forða mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kennarar foxillir í kjölfar viðtals á Stöð 2 og saka Telmu um hagsmunaárekstur – „Í kvöld fengum við að sjá „reiðu ömmuna““

Kennarar foxillir í kjölfar viðtals á Stöð 2 og saka Telmu um hagsmunaárekstur – „Í kvöld fengum við að sjá „reiðu ömmuna““
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut
Fréttir
Í gær

Dusty er Íslandsmeistari í Counter Strike

Dusty er Íslandsmeistari í Counter Strike
Fréttir
Í gær

Hneykslast á „brandara“ Sveppa um barnaníð – „Kannski er maður ekki búinn að hitta rétta barnið“

Hneykslast á „brandara“ Sveppa um barnaníð – „Kannski er maður ekki búinn að hitta rétta barnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa orðið fyrir byrlun á sama staðnum með viku millibili

Telja sig hafa orðið fyrir byrlun á sama staðnum með viku millibili
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hræsni Þórðar Snæs og ófullnægjandi afsökunarbeiðni sameinar ólíklegasta fólk – „Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“

Hræsni Þórðar Snæs og ófullnægjandi afsökunarbeiðni sameinar ólíklegasta fólk – „Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikill munur á tveimur nýjum könnunum á fylgi flokkanna

Mikill munur á tveimur nýjum könnunum á fylgi flokkanna