fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fréttir

Grunnskólakennarar fella nýjan kjarasamning

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 9. júní 2016 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Félags grunnskólakennara (FG) og Sambands íslenskra sveitafélaga er lokið. Atkvæðagreiðslan hófst fimmtudaginn 2. júní og lauk í dag klukkan 16. Atkvæðagreiðslan var rafræn. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi samninginn. Var niðurstaðan afgerandi.

Skrifað var undir nýjan kjarasamning þann 30 maí. Gildistími var frá 1. júní 2016 til 31. mars 2019. Samningurinn fól í sér að laun myndu hækka um 3,5% á þessu ári, önnur þrjú á því næsta og svo aftur upp um þrjú prósent árið 2018. Þá átti að greiða kennurum eingreiðslu að upphæð 51,900 1.febrúar 2019.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara sagði í samtali við Vísi eftir undirskrift kjarasamningsins að þau teldu að ekki væri hægt á þessu stigi að ná betri samningi.

„Við vorum komin á þann stað að það var annaðhvort að slíta þessum viðræðum eða leggja þetta í atkvæðagreiðslu hjá okkar félagsmönnum. Við mátum það þannig að það væri komið það mikið í þetta að það væri ástæða til að leggja það fram.“

Samningurinn hefur verið felldur eins og áður segir og var niðurstaðan þessi:

Á kjörskrá: 4.453
Atkvæði greiddu: 2.932 (65,84%)
Já: 741 (25,27%)
Nei: 2.118 (72,24%)
Auðir: 73 (2,49%)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“
Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu