Fylgi Pírata hefur aukist um 2,5 prósent á milli kannanna og mælist flokkurinn nú með mesta fylgi allra flokka, eða 28,3 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn bæta einnig við sig fylgi en allir aðrir flokkar mælast nú með minna fylgi en þeir gerðu í maí.
Í Morgunblaðinu í dag er greint er frá nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en samkvæmt henni er talsverð hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna. Þannig mælist Viðreisn með 7,9 prósent fylgi sem 4,4 prósent aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var í maí.
Framsóknarflokkurinn mælist með 11,8 prósent fylgi sem er hækkun um 3,6 prósent síðan í maí könnuninni og þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,9 prósent fylgi. Fylgi þeirra lækkar þar með um 4,3 prósentustig. Fylgi VG lækkar einnig og mælist nú 16,5 prósent.
Fylgi Samfylkingarinnar minnkar einnig um 1,7 prósent og er nú 7,2 prósent. Sama má segja um Bjarta Framtíð sem mælist nú með 3,8 prósent fylgi en áður var það 4,4 prósent.