Tíu milljón árásir gerðar á hverjum degi á notendur Microsoft
Tölvurisinn Microsoft ætlar að bannað viðskiptavinum sínum að nota mest notuðu lykilorðin hverju sinni. Þetta er gert í öryggisskyni fyrir viðskiptavini, til að tryggja öryggi notenda Microsoft.
Lykilorð af þessu tagi er sífellt stækkandi vandamál hjá Microsoft, en þar má nefna lykilorð á borð við talnaröðina „123456“ og orð eins og „password.“ Með því að nota lykilorð af þessu tagi er auðveldara fyrir tölvuþrjóta til að brjótast inn á reikninga fólks. Þess vegna ætlar Microsoft að stöðva fólk við að nota þessi lykilorð.
Microsoft gaf út tilkynningu um málið, eftir að brotist hafði verið inn á 117 milljón LinkedIn-aðganga sem höfðu verið settir á sölu á Internetinu. Á hverjum degi sér Microsoft yfir tíu milljón árásir á aðganga viðskiptavini sína. Það þýðir að Microsoft mun setja saman lista af lykilorðum, þar sem fram kemur hvaða lykilorð sé verið að nota.