fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Banaslys þegar flugvél úr síðari heimsstyrjöldinni brotlenti í Hudson-á

Vélin var af gerðinni P47-Thunderbolt – Slysið átti sér stað við George Washington-brúnna

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 28. maí 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar brotlenti í Hudson-á í gær, föstudag, með þeim afleiðingum að flugmaður vélarinnar lét lífið. Vélin var af gerðinni P-47 Thunderbolt og var flug hennar í liður í hátíðahöldum The American Airpower Museum til þess að minnast þess að 75 ár eru frá því að vélar af þessari gerð litu fyrst dagsins ljós. Að sögn sjónvarvotta barst reykur frá vélinni skömmu áður en hún fórst en viðstaddir héldu að reykurinn væri liður í sýningunni allt þar til vélin brotlenti. Flugmaðurinn sem lést hét William Gordon frá Key West í Flórída og var hann 56 ára gamall.

Slysið átti sér stað nærri George Washington brúnni, nærri þeim stað þar sem farþegaþota með 155 farþega innanborðs brotlenti árið 2009. Allir um borð í vélinni lifðu slysið af sem síðan hefur verið nefnt „Kraftaverkið á Hudson-á“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir