Vélin var af gerðinni P47-Thunderbolt – Slysið átti sér stað við George Washington-brúnna
Flugvél frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar brotlenti í Hudson-á í gær, föstudag, með þeim afleiðingum að flugmaður vélarinnar lét lífið. Vélin var af gerðinni P-47 Thunderbolt og var flug hennar í liður í hátíðahöldum The American Airpower Museum til þess að minnast þess að 75 ár eru frá því að vélar af þessari gerð litu fyrst dagsins ljós. Að sögn sjónvarvotta barst reykur frá vélinni skömmu áður en hún fórst en viðstaddir héldu að reykurinn væri liður í sýningunni allt þar til vélin brotlenti. Flugmaðurinn sem lést hét William Gordon frá Key West í Flórída og var hann 56 ára gamall.
Slysið átti sér stað nærri George Washington brúnni, nærri þeim stað þar sem farþegaþota með 155 farþega innanborðs brotlenti árið 2009. Allir um borð í vélinni lifðu slysið af sem síðan hefur verið nefnt „Kraftaverkið á Hudson-á“.