Leik Manchester United og Bournemouth í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar var aflýst. Ástæðan er að dularfullur pakki fannst í einni af stúkum vallarins. Þúsundir þurftu frá að hverfa en í þeim hópi var nokkur fjöldi af Íslendingum. Ekki liggur fyrir hvort sprengja hafi verið í pakkanum.
Söngkonan Selma Björnsdóttir var á vellinum ásamt syni sínum. Segir hún í samtali við RÚV að vel hafi gengið að rýma völlinn.
Þá er haft eftir Selmu að þetta hafi verið fyrst og fremst „glatað“ þar sem um fermingarferð sonarins væri að ræða. Hans fyrsta ferð á Old Trafford og búið að greiða fyrir flug og hótel.
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að ný tímasetning verði fundin á leikinn.